Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 80
sem sitja eftir í huga lesandans af því þær eru mannsekjurnar
í ómanneskjulegum heimi bókarinnar.
Ég tími varla aö hætta, þetta virðist svo klént. Hvar er Þór-
bergur? Hvar er Svava? Hvar er Shakespeare? Hvað hafið þið
gert mér, Verur?
Kristján Kristjánsson:
Hér á eftir fer listi yfir rnínar 10 uppáhaldsbækur. Þetta eru
ekki endilega bestu bækurnar að mínu mati enda geta góðar bækur
verið alveg hundleiðinlegar. Þetta eru hinsvegar bækur sem mér
finnast skemmtilegar og ég gríp oft til. Þessvegna hljóta þær að
vera uppáhaldsbækurnar mínar.
1) Andra-bækur Péturs Gunnarssonar. Ég svindla aðeins og set
þær allar undir einn hatt. Þetta eru þær bækur sem ég hef lesið
oftast af öllum, einfaldlega vegna þess að þær sameina það að
vera fyndnar og djúpar, í þeim fer saman snjall skáldskapur,
orðfimi og markviss uppbygging auk þess sem þankagangur Péturs
um það hvernig karakter verður til fellur mér vel í geð.
2) Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Þetta er bókin sem
leiddi mig, þá ungling, inní frumskóg fagurbókmennta, þessvegna
er hún hér. Þessi bók hefur allt sem góð bók þarf að hafa.
3) Den kroniske uskyld eftir Klaus Rifbjerg. Hér er annað sjónar-
horn á æskuna en hjá Pétri Gunnarssyni. Þessi bók heillar mig
vegna þess að persónur hennar eru afar vel gerðar og vegna þess
hversu átakanleg hún er og afhjúpandi á manneskjuna.
4) Passing Time eftir Michel Butor. Þetta er bók þar sem ekkert
gerist, hinsvegar er byggingin afar spennandi, flókin en jafnframt
meistaralega úthugsuð. Það er fyrst og fremst þessvegna sem mér
finnst hún góð.
5) The French Lieutenant’s Woman eftir John Fowles. Þetta er
að mínu viti fyrst og fremst bók fyrir bókmenntafræðinga. Þetta
segi ég vegna þess að plottið er einsog byggt upp fyrir bók-
menntamenn til að pæla í. Það er fyrst og fremst þetta plott sem
er sjarmerandi við bókina og svo líka að það er hægt að lesa
hana á svo mörgum sviðum (ef einhver skilur hvað það merkir).
6) Nár snerlen blomstrer eftir Bjarne Reuter. Enn ein unglinga-
bókin, fjallar um eitt ár í lífi bekkjardeildar í unglingaskólanum
78