Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 31
Hugsunin
Hugsunin var ekki beinlínis kraftaverk. Frekar afleiðing. Hún
atvikaðist svona: Gússa Almari tókst að festa sig í litlum en
snörpum hvirfilvindi í húsaskoti við Torgið. Hann snérist hring
eftir hring og strauk höfðinu meðfram gangstéttinni eins og kústur.
Gússagrúppan var ekki sein á sér að umkringja hann og lét
sendingarnar dynja á honum með kamikaze-ópum.
Allt í einu, áður en Gússi gerði sér grein fyrir því, hafði hann
spurt sig: ltHvernig get ég losnað úr þessu kvalafulla ástandi?"
Á nokkrum andartökum fæddist lítil og einföld hugmynd sem
hann framkvæmdi strax. Hann spyrnti í húsvegg, þegar færi gafst,
og - viti menn! - losnaði strax úr vítahringnum. Brátt sveif hann
aftur í léttri golu eins og loftbelgur að litast urn eftir stefnu.
Hægt og rólega fór hann að taka eftir umhverfi sínu, líkama,
fötum og loftstöngunum sem héngu í fötunum. Hann fann súra
lykt af fuglaskít, verkjaði í sár og marbletti og formælti ástandinu.
ltDjöfulsins andskoti. Af hverju get ég ekki klórað mér efst
á hausnum...Ha? Er hausinn orðinn svona stór? Af hverju?...Ha?
Er ég að fljúga? Hvaö er eiginlega að mér að vera að fljúga? Ég
er lofthræddur." Og skyndilega upplifði Gússi Fyrstu minninguna;
þegar mamma missti ungbarnið Gússa niður úr tveggja hæða kojunni
í sumarbústaðnum. Uppfrá því hafði skuggi lofthræðslunnar fylgt
honum.
nHmmm, hverer mamma?" sagðiGússi. tlJá,og hvarer mamma?
Eða pabbi? Hvar á ég heima og hvernig komst ég hingað? Hvar
er ég fæddur og hvenær er ég fæddur, já og ..." hann þagnaði
er mikilvægi spurningarinnar rann upp fyrir honum. tlHVER ER
ÉG?"
Gússi braut heilann um stund og komst að merkilegu lögmáli:
Spurningar vekja spurningar sem vekja spurningar o.s.frv. t Af
hverju er ég? Af hverju hugsa ég? Hver er tilgangurinn með
veru minni hér? Hver er merkingin? Hvað er merking? Hvað er
tilgangur?" Annað lögmál, ekki síður merkilegt, varð honum ljóst:
hinar óteljandi nýju gátur sóttu á hann með svo miklum krafti,
29