Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 101

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 101
sögunni ekki nákvæmlega hvar draumurinn er geymdur og á sama hátt beinist nautn hennar í kynlífinu í allar áttir en ekki eina. I þessu felst einn stærsti og veigamesti munur á karl- veldismenningu og undirmenningu kvenna (og Mkvenlegra" karla), aö sú fyrri byggir á einingu, eind og einstefndri hugsun að hinu hreina rökrétta í líkingu við einátta stefnu, hreyfingu og gerð typpisins („phallus"), en sú síðari gengur út frá fremur en byggir á margbreytileika, því margræða, margátta stefnu, hreyfingu og gerð (kven)líkamans og dulvitundarinnar. Auk þess sem sagan streymir jafnt og þétt áfram þá streymir blóð beinlínis á tveim stöðum: þegar búið er að drepa barnið í svefndraumi konunnar í 3. hluta og svo þegar fóstrinu hefur verið eytt í lok sögunnar. Þannig renna draumur og veruleiki saman en þetta flæði undirstrikar einnig að hrein afmörkun er ómöguleg því þótt aðskilnaðurinn sjálfur sé staðreynd þá veldur hann stanslausu flæði meðvitaðra og dulvitaðra ferla til að fylla bilið sem sjálfsvitundin verður til í. Dauði barnsins í svefn/vökudraumi konunnar leiðir þannig ekki til eins afmarkaðs líks heldur blóðhafs sem rennur saman við jörðina, þá mold sem lífgjafi þess (jarðeplin) sprettur úr og minnir það óneitanlega á Biblíuna: af moldu ertu kominn og að moldu skaltu aftur verða. En jafnframt er dauðinn ekki einn endapunktur á lífinu heldur flæði þar sem Még veit varla hvar" eitt tekur við af öðru, þrátt fyrir að flæðið veki hér hrylling og viðbjóð bæði konunnar og lesandans. Tíminn hættir að vera til, allir hefðbundnir mælikvarðar eru horfnir og jafnvel lífið máist burt án þess að verða dauði konunnar; í göfgun hins ómögulega er úrkast hennar algert: Það liðu margar eilífðir, unz vein barnsins þögnuðu fyrir fullt og allt. Litli líkaminn lá sundurtættur í forinni, - ljósrauð blóðrákin breiddist hægt út ofan á vatnsefjunni. Speglar fegurðarinnar höfðu verið brotnir og mundu aldrei verða heilir aftur, aldrei spegla dýrð heimsins, aldrei! Heimurinn hafði glatað djásni sínu, og mundi aldrei finna það aftur. Aldrei hafði verið til annað eins og mundi aldrei verða til framar, um enga eilífð! 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.