Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 55

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 55
Ilíonsborgar, því „önd mannsins næst ekki aftur, né fæst, þegar hún eitt sinn er liðin fram af vörunum." (II.: 177) Hann þráir eilíft líf og er ekki einn á báti í því efni. Eg vildi óska, að eg væri eins viss um að vera ódauðlegur og ellivana alla daga, og vera eins virtur og Aþena og Appollon eru virt, eins og eg er viss um það nú, að þessi dagur verður Argverjum óhamingjudagur. Svo mælir Hektor í áttunda þætti (II.: 163) og flestar persónur Hómers bera svipaða ósk í brjósti. Þær hræðast dauðann, sérstaklega lítilmannlegan dauða. í Odysseifskviöu óskar Odysseifur þess að hann hefði frekar dáið í bardögunum um Tróju en að týnast í hafi, og í IUonskviöu skelfist Akkilles sannarlega þegar Skamanderfljót er um það bil að drekkja honum. Stundum hefur verið sagt að maðurinn skapi guðina í þeirri mynd sem hann sjálfur vilji vera og það kernur vel heim og saman við þá ódauðlegu guöi sem hetjurnar í Hómerskviðunum trúa á. Raunin er auðvitað sú að þær sætta sig ekki við hið sammannlega hlutskipti, dauðann, heldur reyna þær að rísa upp yfir það með því að lifa eilíflega á vörum kynslóðanna. Eftir að Akkilles er búinn að særa Hektor til ólífis segir sá síðarnefndi: Mundi eg nú vilja, að eg félli ekki frægðarlaust, og án þess að gera nokkra vörn af mér, heldur rnundi eg vilja vinna eitthvað stórt, sem orðið gæti til afspurnar hjá eftirkomandi mönnum." (Il.:445) Það er markvert í þessu sambandi að í biðlavígsþætti drepur Odysseifur Leódes þegar hann biður sér griða en hann þyrmir hins vegar söngmanninum Femíusi Terpíussyni. Söngmenn voru nefnilega, rétt eins og íslensku skáldin við hirð Noregskonunga, líklegastir til aö halda minningu höfðingjanna á lofti. Ég leyfi mér í mesta ábyrgðarleysi að fullyrða að enginn annar en Femíus hafi fyrstur samið kviðu um hrakningar og hetjudáðir Odysseifs. En það er önnur saga. Ætla má að mikilvægi þess að lík fái rétta greftrun sé af svipuðum rótum runnið og hin persónulega frægðarþrá; munurinn 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.