Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 42

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 42
velja sómann fremur en lítilmennskuna. Framkoma Parísar í upphafi þriðja þáttar er ekki hetjuleg. Hann tekur sér stöðu í fylkingarbrjósti hers Trójumanna en þegar hann sér Menelás stefna á móti sér skelfist hjarta hans og hann hörfar aftur í flokkinn eins og rakki með skottið á rnilli fótanna. Þegar Hektor hæðir hann fyrir vikið, neyðist París engu að síður til að bjarga sóma sínurn og hætta lífinu; hann býðst til að heyja einvígi við Menelás. Hann er neyddur til að gjalda fyrir óskynsamlega hegðun sína og sýna það sem á mælikvarða rómantíska viðhorfsins kallast hetjulund. Hann fær að vísu háðulega útreið í viðureigninni við Menelás og bjargast naumlega með guða hjálp en með nokkrum rétti má segja að eftir því sem á líði kviðuna læri hann að þekkja takmörk sín. Hann forðast eldlínuna en berst með boga. í sjöunda þætti skorar Hektor á einhvern Akkeanna til að berjast við sig. Agamemnon kemur í veg fyrir að Menelás taki áskoruninni og gangi út í opinn dauðann. Það væri óskynsamlegt af honum að etja kappi viö sér meiri menn, hann verður að þekkja takmörk sín. Hins vegar eru hinir mestu menn í liði Akkeanna neyddir til að taka áskoruninni, sómi hersins er í veði og að endingu er það Ajant Telemonsson sem gengur á hólm við Hektor. Hektor hræðist andstæðing sinn Hen nú mátti hann ekki undan hvika eða hörfa aftur í flokk manna sinna, er hann hafði öðrum til einvígis boðið." (II.: 137-8) Hann verður að standa eða falla með orðum sínum og gjörðum. í þetta skipti stendur hann en seinna fellur hann vegna óskynsamlegrar ráðstöfunar sinnar. Að hans undirlagi halda Trójumenn áfram að berjast gegn Akkeum utan borgarveggjanna þótt Akkilles taki að nýju þátt í orustunni, en fyrir bragðið gjalda þeir mikið afhroð. Hektor þykist geta staðið uppi í hárinu á Akkillesi en raunin verður önnur. í tuttugasta og öðrum þætti er svo komið að hann veltir fyrir sér þremur möguleikum: Flýja undan Akkillesi inn í borgina og vera lítilmenni, berjast og falla með sæmd eða sigra með heiðri, eða þá að reyna samningaleiðina. Hann hugsar málið nokkra stund en á í raun engra kosta völ. Rétt eins og París verður hann að gjalda fyrir óskynsamlega hegðun: En hví velki eg þetta í huga mér? Nei, eg skal ekki fara og flýja á náðir hans; hann mun ekki kenna í brjósti um mig, og 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.