Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 90

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 90
Kventexti kemur fram í gegnurn aðskilnað, eins konar lausn, ekki þann aðskilnað sem er strax tekinn aftur, heldur raunverulega getu til að losa tökin og sleppa taumhaldinu. Þetta verður myndhverfing hins reikula, ofgnóttar, áhætt- unnar af hinu óþekkjanlega: að þekkja ekki, kvenlegan texta er ekki hægt að segja fyrir, hann er óræður, óþekkjanlegur og því mjög truflandi. Hann er óvæntur og ég held að kvenleiki sé ritaður handan væntinga; hann er í rauninni texti þess ófyrirsjáanlega. Þessi kvenlegi ritháttur birtist mjög skýrt í „Draumnum" þar sem er lýst sérkvenlegri reynslu: þungun og fóstureyðingu. Sagan sýnir einnig hvernig innra lífi er fórnað fyrir ytra líf og hvaða afleiðingar það hefur. Hér á eftir verður fjallað um „Drauminn" útfrá þrem megin- kenningum sem nú eru ofarlega á baugi í feminískum bók- menntarannsóknum, en það eru kenningar Juliu Kristevu um ^abject" (úrkast) og þrá í tungumálinu, og fyrrnefnd kenning Helenear Cixous um kvenlegan rithátt (fr. écriture íeminine)2). Þær kenningar byggja um sumt á kenningum franska sálgrein- andans Jacques Lacan um tilurð sjálfsvitundar mannsins og því reyni ég fyrst að gera örstutta grein fyrir þeim. Loks er rétt að taka fram að allar vísanir í MDrauminn" eiga við um útgáfuna frá 1961, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns. Einnig að í stað þess að vísa stöðugt í bækur þær og greinar sem ég hef stuðst við læt ég duga að geta þeirra í athuga- semdum aftan við grein þessa. Á sama hátt hef ég valið að snara tilvitnunum í þessa frönsku hugsuði yfir á íslensku til að gera hugmyndir þeirra ögn aðgengilegri. Feminismi og Jacques Lacan í sálgreiningu sem fræðigrein er litið svo á að Ödipusar- skeiðið svokallaða kristalli þroskaferli mannsins. Á þessu skeiði gerast þær breytingar helstar að barnið venst af brjósti, það lærir að hemja hvatir sínar og hættir t.d. að kúka og pissa á sig, það lærir að tala, fer að hlýða boðum þeim og bönnum sem 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.