Torfhildur - 01.04.2007, Page 11
Frá Nietzsche til Dcivid Lynch
with inexplicable meaning, inseperable from their
stooping leanness and their pale diamond-shaped
thighs, are emotion become flesh, emotion which the
flesh has absorbed as the blotter absorbs ink, and
emotion which is unrecognizable, lost, strange to it-
self, scattered to the four corners of space and yet
present to itself.1
\
I
Líklega skynjar maður alltaf þessa ósýnilegu (og um leið hrollvekj- I
andi) nærveru í myndum Lynch, þessa holdgerðu tilfinningu sem
er jafnhverful og aðrar tilfinningar. Maður skynjar sterkt þennan
hverfulleika, því hlutir sem og persónur eru ávallt við það að um- j
breytast í eitthvað annað, eða einhvern annan. Lynch hefur sagt
að hann sé, nánast í öllum sínum myndum, upptekinn af þeirri
tegund umbreytingar sem hann kallar „the psychogenic fugue“. í
Mulholland Drive á einhver gjörningur sér stað sem virðist sameina
- og um leið fullkomna - meginstef kvikmynda hans: holdgerðar
tilfinningar og hamskipti (eða „andlegur flótti“), sem og listrænir
möguleikar þess yfirborðslega, þess tilgerðarlega, jafnvel þess
innantóma.2 I
|
Fagurfræði David Lynch kallar að mörgu leyti á heimspeki
Friedrich Nietzsches eins og hún birtist í ritgerðinni „Um sannleika
og lygi í ósiðrænum skilningi".3 Áhorfandinn skynjar að Lynch, líkt
og Nietzsche, sér þekkinguna sem blekkingartæki sem hindrar beina
skynjun okkar á veruleikanum. Þó telur hvorki hann né Nietzsche að
mælikvarði réttrar skynjunar sé í raun til, en það má segja að kvik- j
myndir hans séu tilraun um „hreina“ skynjun, tilraun um upplifun á
fagurfræðilegu sambandi okkar við veruleikann. í Mulholland Drive
virðist Lynch jafnframt spyrja okkur hvort máttur þess tilbúna, þess
skáldaða og sviðsetta - hugsanlega listarinnar sjálfrar - sé fólginn
í því að einungis þar, í meðvitaðri tálsýninni, skapist aðstæður sem
leyfa okkur að afvopnast og sjá, eða öllu heldur skynja, það sem
liggur handan tálsýnarinnar, handan grímunnar og orðanna.
1 Jean-Paul Sartre, „What is Writing?“, þýð. Bernard Frechtman í The ContinentalAes-
thetics Reader. ritstj. Clive Caseaux (New Ýork, London: Routledge, 2000), bls. 102-116,
bls. 104. Mín skáletmn.
2 í rauu er ég hér, sem og á ððrum stöðum, að hugsa um orðið artificial, sern er
illþýðanlegt sökum tengsla þess við orðið art, en sú tenging er mildlvæg í umræðu mínni.
3 Friedrich Nietzsche, „Um sannleika og lygi í ósiðrænum slálningi“, þýð. Sígríður Þor-
geirsdóttir og Magnús Diðrik Baldursson, í Skírni 167 (vor 1993), bls. 17-33, bls. 23
9