Torfhildur - 01.04.2007, Page 46
HaUur Þór Halldórsson
| búin að losa ykkur við þá sem við gáfum ykkur?“
„Nei,“ segir hann, „reyndar ekki.“ Hann sötrar úr bollanum.
| „Það er bara komið smá skarð í hana.“
Við setjumst niður og leggjum bollana á borðið. Hvorugur okkar
hellir mjólk útí kaffið.
„En hver er þá stóra fréttin?“ spyr ég og halla mér aftur í grænan
sófann.
„Andrea er ólétt,“ segir hann og það færist órætt bros yfir andlitið
á honum.
Það líða nokkrar sekúndur áður en ég veit nákvæmlega hvað ég
á að segja.
„Til hamingju,“ segi ég svo hikandi og brosi honum til samlætis.
j „Frábært.“
„Takk,“ segir hann og sýpur kaffið í botn. Eitt andartak velti ég
því fyrir mér af hverju hann situr hérna einn hjá mér í stofunni og
segir mér jafn merkilega hluti.
„Fögnum þessu,“ segi ég og klára úr bollanum mínum, rís á
fætur og færi mig yfir að brúnum eikarskáp sem stendur við hlið
plötuspilarans. Hann er fullur af glösum og vínflöskum. Ég opna
skáphurðina og renni augunum yfir hálfkláraðar flöskur þangað til ég
finn það sem ég leita að, lauma grænni lítersflösku með skrautlegum
miða og skrúfuðum stáltappa aftan úr skápnum og fram í stofuljósið.
Svo skenki ég eiturgrænum vökvanum í tvö viskíglös og hleyp inn í
eldhús eftir vatnskönnunni.
„Ég á enga klaka,“ segi ég þegar ég læt vatnið renna hægt saman
við absintið svo pastelgrænt skýliðast út frá miðjunni og brýst í allar
áttir, þangað til vínið er elcki lengur gegnsætt og eitrað.
„Allt í lagi,“ segir hann og tekur við glasinu sem ég rétti honum.
„Er þetta það sama og við drukkum á Ítalíu?“
„Já,“ svara ég sýp úr glasinu.
Við þegjum á meðan Cantaloupe Island rennur í gegn og sötrum
á absintinu. Það er beiskt anísbragð af því, enda gleymdi ég alveg
sykrinum.
Þegar lagið klárast strýkst nálin eftir kanti plötunnar og hoppar