Torfhildur - 01.04.2007, Page 74

Torfhildur - 01.04.2007, Page 74
Gyða Sigfinnsdóttir viðfangsefnum textanna. Hún er ófeimin við að sýna sjálfa sig og beitir líkama sínum óhikað til að nálgast merkingarkjarna tónlistar- | innar. Bein áhrif lags og texta eru mismunandi en oft er unnið út frá einu smáatriði textans og það gert að heillri sögu í myndbandinu. Sem dæmi má nefna erótík í myndbandi „Venus as a boy“ af plötunni Post, en lagið lýsir ástríðum, erótík og kynlífi og er með þekktari myndböndum Bjarkar. Textinn er berorður á sinn hátt eins og sjá má af eftirfarandi textabroti: „ He sets off, the beauty in her, he' s Venus as a boy“. Sophie Muller, sem leikstýrði myndbandinu, stað- setti textann í hlýlegu eldhúsi þar sem úir og grúir af vel þroskuðum ávöxtum sem vísa í frjósemi. Björk er miðdepillinn, ijóð í kinnum, með draumkennt augnaráð, syngjandi um leið og hún veltir eggi upp eftir andlitinu og niður að hálfopnum og ijóðum munni sínum. Venus er auðvitað ástargyðja en í stað þess að hafa Björk í líki hennar (þó það sé auðvitað einn túlkunarmöguleiki myndbandsins), þá spilar umhverfið ekki síður stærri þátt í því að mynda erótíska stemmningu heldur en Björk sem líður um eldhúsið í hálfgerðum ástarbríma. Þegar hún brýtur eggin tvö og steikir þau á pönnu breytist myndmálið og verður líkamlegra, gróteskara en áður. Smjör bráðnar á pönnu og brennur við áður en eggin steikjast og fljótandi innihaldi þeirra er sýnd sérstök athygli. Myndin leiðir hugann | ósjálfrátt að samruna líkamsvessa þegar kynlíf er stundað, um leið og eggjarauðan er ótvírætt frjósemistákn. Björk vildi að ) myndbandið væri unnið í anda einnar eftirlætisskáldssögu sinnar en það er erótísk, jafnvel klámfengin, og súrrealísk saga að nafni Saga augans eða L'Histoire De l'æil, eins og hún kallast á frummálinu, eftir Georges Bataille frá árinu 1928, en þannig vísar óraunverulegt myndbandið sjálft í ákveðinn óraunveruleika. Myndbandið við lagið „Possibly Maybe“ af sömu plötu inni- heldur einnig ávexti sem skírskota til losta. í textanum segir: „electric shocks? I love them! with you: dozen a day but after a while I wonder where's that love you promised me? where is it?“ Rafstrauminn sem Björk syngur um má líkja við fullnægingar og þá lostafullt samband tveggja einstaklinga. Til að undirstrika erótík textans þá liggur Björk í rúmi sem virðist standa í ljósum logum því rúmfötin eru svo rauð. Hún er sömuleiðis sýnd þar sem hún heldur á melónubita og rennir tungubroddinum eftir honum endi- löngum og upp eftir eigin handlegg. Niðurskorin melónan er bein 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Torfhildur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Torfhildur
https://timarit.is/publication/1919

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.