Torfhildur - 01.04.2007, Side 87
Um tvíhljóðun é >je í íslensku
að munur hljóðanna hafi aðeins legið í lengdinni.
Hann féllst ekki á skýringu Jóhannesar á ríminu é : æ vegna
þess að ef æ hefði getað rímað við ie með stuttum síðari hluta þá
hefði æ allt eins átt að geta rímað við stutt e en það gerist ekki nema
í fáum tilvikum þar sem um afstöðustyttingu sé að ræða. Reyndar
er erfitt að skilja af hveiju Björn telur skoðun Jóhannesar fela í |
sér að slíkt rím hefði átt að vera mögulegt. Jóhannes sagði þvert á
móti að samanlögð lengd fyrri og seinni hluta ie, eða nánar tiltekið
tvíhljóðseðlið, hefði gert ie kleift að ríma við æ. Það á auðvitað ekki
við gamlct stutta e.
Björn var einnig ósammála túlkun nafna síns, Björns M. Ólsen
og Jóhannesar á bréfi Brynjólfs. Hann taldi biskup einungis hafa
meint aðje-framburðurinn hefði komið upp á Norðurlandi og breiðst
þaðan út um landið, en að öðru leyti væru orð Brynjólfs ekki nógu
skýr til að af þeim mætti draga þá ályktun að um miðja 17. öld hefði
tíðkast fleiri en einn framhurður á é. Björn áleit hins vegar, eins og
Jóhannes og Björn M., að fyrri hluti tvíhljóðaðs é hefði seinna breyst
úr hálfsérhljóði í önghljóð.
4. Iíejiirj bi'eystjráfbi'nísletiskinn tínia?
I
Á síðari tímum virðast málfræðingar almennt vera þeirrar skoðunar
að é hafi fyrst um sinn verið tvíhljóð. Hreinn Benediktsson
segir „the diphthongal movement in e: [e'] was reversed, yielding [ie],
which has regularly developed to the Modern Icelandic cluster je“23. j
Samkvæmt Stefáni Karlssyni hefur é fengið „framburðinn íe (síðar
je),“24 og Kristján Árnason segir að é hafi líklega „verið borið fram
sem [ie], en seinna [hafi orðið] úrþessu hljóðasamandi [js]“25.
Hreinn, Stefán og Kristján vísa allir í skrif Björns K. og
Jóhannesar um þetta atriði en við þau er ýmislegt að athuga. Báðir
gera ráð fyrir því að j hafi verið hálfsérhljóð í forníslensku en hafi
síðan breyst í önghljóð. Björn taldi þessa breytingu hafa orðið á 13.
1
23 Hreinn Benediktsson, J959: 63.
24 Stefán Karlsson, Tungan, Stafkrókar. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 2000.
Bls. 24.
25 Kristján Árnason, íslensk tunga v Hljóð. Handbók um hljóðfræði og hljóðkerfis-
fræði. (Meðhöf.: .lörgen Pind). Reykjavík: Almennabókafélagið, 2005. Bls 260.