Torfhildur - 01.04.2007, Síða 89
Um tvíhljóðun é >je ííslensku
Af þessu má sjá að misritun g og j er ekki heimild um neina
breytingu á j og hvarf stuðlunar / við sérhljóð stafar af endur-
skilgreiningu á stöðu j í hfjóðkerfinu frekar en eiginlegri breytingu
á hljóðgildi j. Samfall Q], allófóns g, við j hófst á 13. öld og náði íyrst
til gj á eftir löngu sérhljóði en var ekki að fullu gengin yíir í g á eftir
sérhljóði og undan i fyrr en á 15. öld. j er vissulega stuðlað við
sérhljóð fram um 1600 (og eftir það í einstaka tilvikum) en íhalds-
semi skálda gagnvart áhrifum hljóðbreytinga er aftur á móti vel þekkt.
Eysteinn Sigurðsson hefur sýnt að þeir Bólu-Hjálmar og Jónas Hall-
grímsson, báðir með ku-framburð og frá Norðurlandi, þar sem þessi
framburður gæti hafa verið um aldargamall þegar þeir voru uppi,
stuðluðu alla jafna sem hefðu þeir /iu-framburð.31
í ljósi þess sem hér hefur verið sagt er vert að athuga aftur bréf
Brynjólfs biskups. í fyrsta lagi virðist útilokað að hann geti hafa átt
við mismunandi framburð á j því ekkert bendir til þess að það hafi
breyst síðan í fornmáli. Enn fremur er ljóst að stuðlun j við sérhljóð
var nánast horfin úr skáldskap þegar Bryrrjólfur skrifaði bréfið 1651.
Björn Karel segir hana orðna sjaldgæfa á 17. öld32 Því hefur hljóð-
kerfislega breytingin áj fyrir löngu verið búin að hafá sín áhrif þegar
biskupinn skrifaði bréfið og jafnframt er ólíklegt að hann hefði tekið
nokkuð eftir henni í daglegu máli manna. Ályktun Björns M. og
Jóhannesar um að bréfið vitni um breytinguna ie> jeá miðri 17. öld
hlýtur því að vera röng.
Hér verður ekki skorið úr því við hvað Brynjólfur Sveinsson
biskup átti í bréfi sínu til Ole Worms. En af þvi sem hér hefur verið
sagt er ljóst að ólíklegt er að það gefi nokkrar vísbendingar um mál-
lýskumun á 17. öld. Líklegust finnst mér sú skýring, sem Guðvarður
Már Gunnlaugsson benti mér á í samtali, að orð biskups megi sem
best skýra þannig að hann tali út frá kunnáttu á fornritunum. Biskup-
inn rökstyður einmitt mál sitt með vísun í forn handrit: „Omnes
antiqua membranæ constanter absque spurio hoc i Boreali tales
voces omnes scriptas referunt“. (Sjá þýðingu hér að ofan).
31 Eysteinn Sigurðsson, „Atihugasemdir urn h- og hv- stuðlun". íslenskt mál 8.1986. Bls.
7-29. Um ábrifnljóðkerfis ábragfræði, sjá einnig Hðskuld Þráínsson, „Stuðiar, höfuðstafir,
liljóðkerfi", Afniæliskveðjci tilHalldórs Halldórssoncir 13JÚ1IÍig8i. Bls. 110-123.
32 Björn K. Þórólfsson, 1925: XXVI. I