Torfhildur - 01.04.2007, Side 92
Aðalsteinn Hákonarson
| (kvæði Einars Gilssonar, dróttkvætt, um Guðmund biskup Arason
138), sér : skæra (Maríudrápa 148) Gabriél: mæla (sama kvæði 258).
Eitt þeirra (albættari : stéttar) má skýra með afstöðustyttingu. í
tveimur tilvikum er æ á eftir g og k sem voru framgómmælt í þessari
stöðu. Það gæti hafa aukið líkindi við é (/e). Þá getur ritun erlenda
nafnsins Gabiáél39 tæplega talist traust heimild.
Björn segir einnig að dæmi um rím æ : é rnegi finna í kvæðum
þeirra Halls Ogmundssonar og Jóns Arasonar. Hallur Ögmundsson
er í hópi fyrstu skálda sem sömdu eftir nýju hljóðlögmáli.40 Þegar
þess fór að gæta hlýtur æ í máli þeirra sem ekki höfðu tvíhljóðað
það í [ai] að hafa fallið nánast saman við gamla stutta e-ið og því
| ætti þetta rím ekki að koma á óvart. Jón Arason er almennt talinn
hafa fylgt gamla hljóðlögmálinu en hins vegar er óljóst hvaða dæmi
um rím é : æ hjá honum Björn á við því hann nefnir þau ekki. Það er
vissulega eitt slíkt dæmi í Ljómum (4. erindi): lénis : væni, en alls
[ óvíst er að þær séu eftir Jón Arason. Kvæðið er taiið samið á síðari
hluta 15. aldar eða á íýrri hluta þeirrar 16.,41 þannig að hér getur verið
um að ræða áhrif hljóðdvalarbreytingarinnar. Auk þess eru nokkur
dæmi í Ljómum um ófullkomið rím: sinn : mín (22. erindi), skyld :
skýld (23. erindi) og fleiri.42 Þá er tæplega hægt að fullyrða með vissu
að Jón Arason hafi alveg fylgt gömlu hljóðlögmáli þegar óvissa ríkir
um hvort telja megi ofangreint verk til höfundarverks hans.
í nýlegri grein um breytingar á bragarháttum á 14. til 16. aldar
tekur Yelena Sesselja Helgadóttir (Yershova) dæmi um lausavísu
eignaðaJónisemekkifýlgirfornuhljóðlögmáli.43LoksnefnirJóhannes
L.L. Jóhannsson eitt dæmi úr kveðskap eignuðum Lofti Guttorms-
syni: klienast:vænast{ Háttatal. Loftsói). HannbjóáMöðruvöllumí
Eyjafirði og dó árið 1432. Oresnikhélt því einmitt fram að tvíhljóðun
æiiæ heföi verið bundin við Norðurland og Breiðafjörð og Loftur
hefur alist upp á blómatíma þess framburðar. Dæmin tvö úr
j Virgilesrímum verða ekki skýrð hér en þrátt fyrir það ætti nú að vera
| ljóst að heimildir um rím é : æ eru alls ekki eins ótvíræðar og menn
héldu.
39 Hjá Finni Jónssyni (Den Norks-islandske skjaldedigtning. Kabenhavn, 1967. BSs.
S 468) stendur reyndar Gabriel.
40 Svavar Sigmundsson, ,Um hljóðdvö! í íslenzku", Fróðskaparrit 18.1970. Bls 320.
141 íslensk bókmenntasaga II: 301.
42 Jón. Helgason, 1936 :119-120.
43 Yelena Sesselja Helgadóttir (Yershova), „íslenskar lausavísur og bragfræðilegar
breytingar á 14.-16. ðld“, Són 3. Reykjavík, 2005. Bis. 9-28:13.