Torfhildur - 01.04.2007, Page 95
blindi, Síðskeggur og Hárbarður5. Víðar í bókmenntasögunni má
finna blind skáld og er Demodókos í Ódysseifskviðu6 kannski fræg-
astur, en hann getur, líkt og Óðinn, séð ýmislegt sem aðrir sjá ekki.
Snorri segir frá tilurð mjaðarins dýra og er sú lýsing afar grótesk |
og tengd einhvers konar hryllingi, t.d. því sem vellur úr líkamanum,
svo sem hráka og blóði. Goðin og vanirnir hrækja í dall og skapa
úr hrákanum mann sem kallast Kvasir. Síðar er Kvasir drepinn
og blóðið látið renna úr honum í ílát til að brugga úr því áfengi.
Þannig er mannát tengt þeim sem hljóta skáldskapargáfu, því þeir
hafa fengið sopa af blóði Kvasis. Það er ekki einsdæmi að mannát
komi fyl’ir í íslenskum fornbókmenntum, eða í heimsbókmennt-
unum ef út í það er farið. Guðrún Gjúkadóttir matreiðir til dæmis
syni sína og platar Atla til að borða þá í 35. erindi Atlakviðu7 og svo
er Grýla gamla þekkt íyrir að leggja sér börn til munns.
En blóð og hráki eru ekki einu fyrirbærin sem koma inn og út
úr líkamanum. Óðinn drekkur skáldamjöðinn sjálfan til að geta
flogið með hann í arnarham aftur til Ásgarðs og ælir honum svo
aftur. Þar að auki minnist Snorri á að til að sleppa frá Suttungi, sem
einnig breytti sér í fugl, dritaði hann hluta af miðinum og hann fá
þeir sem teþast léleg skáld eða „skáldfifl“8. Þar er beinlínis gefið í
skyn að sumir kunni að leggja sér hægðir Óðins til munns, sem er |
afar óhugnanlegt og gróteskt.
í Hávamálum er miklu minna um þessa grótesku. Þar stendur
Óðinn ekki í þvi að drekka mjöðinn og spúa honum aftur heldur er
aðeins sagt frá því þegar hann rænir honum og kemst undan með
hjálp Gunnlaðar.
Tilurð Kvasis er sprottin úr ófriði en sjálfur er hann friðar- |
tákn, líkt og hvítar dúfur eða Jesús Kristur sjálfur (reyndar eiga þeir
tveir fleira sameiginlegt, til dæmis að ferðast og deila með sér þeirri i
náðargáfu sem guðlegt afl hefur gefið þeim og að deyja við þá iðju
sína. Þeir eru báðir skapaðir af guði að hálfu leyti en annarri veru
að hálfu (hjá Jesú er það María sem kemur á móti en hjá Kvasi eru
það vanir) og eftir dauða beggja er blóð þeirra gjarnan drukkið á
5 Simek, Rudolf, Hvgtök og heiti í norrænni goðafræði, ritstj. Heimir Pálsson, þýð.
Ingumi Ásdísardóttir (Reykj'aVík: Háskólaforlag Máis óg menningar, 1993) bls. 193.
6 Hómer, Ódysseifskviða, Svavar lirafn Svavarsson annaðist útgáfuna, þýð. Sveinbjörn
Egilsson (Reykjavík: Bjartur, 2004) bis. 83.
7 Eddukvæði, bls. 280.
8 Snorra-Edda, bls. 92. I