Torfhildur - 01.04.2007, Side 99
svo fagurt sem silki og svo mikið, að það tók ofan á
belti. Iiöskuldur kallar á hana: „Far þú hingað tii mín,
sagði hann. Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir
kverkina og kyssti hana, síðan gekk hún í braut. Þá
ræddi Höskuldur til Iírúts. „ííversu líst þér á rney
þessa? Þyldr þér eigi fögur vera? Hrútur þagði við.
Höskuldur innti til annað sinn. Ilrútur svaraði þá:
„Ærið fögur er mær sú, og munu rnargir þess gjalda,
en hitt veit ég eigi, hvaðan þjófsaugu eru komin í ættir
vorar.“2
Þetta er nrerkingarhlaðin sena. Faðirinn kallar og dóttirin hlýðir,
hann tekur hana út úr hópi annarra stúlkna og hún gengur ein inn
í sjónmál ekki bara karlanna tveggja, föðurins og föðurbróðurins,
hins tvíeflda karlveldis, heldur einnig inn í sjónmál sögunnar sem
horfir með þeim. í þessu sjónmáli hættir hún að vera barn og verður
að konu. Hún er sögð mikil vexti og lögð er áhersla á hárið sem er
einnig mikið, sítt og fagurt. Föðurbróðirinn Hrútur sér hana fyrst
og fremst sem kynveru. Hann spáir fyrir henni og fellir um hana
þann dóm að hún muni með fegurð sinni og kvenleika verða hættu-
leg körlum. Með ummælunum um þjófsaugun sem ekki eru 1 ætt-
inni gerir hann hana framandi og öðruvísi og útskúfar henni þannig
á táknrænan hátt úr samfélaginu sem þeir bræður tilheyra og
stjórna. í þessari senu segir Hallgerður ekki neitt, hún þegir og hlýðir.
Faðirinn tekur undir kverk henni og kyssir hana. Þessi koss getur
falið í sér allt í senn, eignarhald, þöklc fyrir hlýðnina, kveðju og svik,
en um svik við sig brigslar Hallgerður föður sínum síðar. Þá bendir
kossinn fram til löðrunganna þriggja sem þrír eiginmenn Hallgerðar
eiga eftir að gefa henni, með banvænum afleiðingum fyrir þá alla.
Fagurhár
Eftir langan innskotskafla um kvennafar Hrúts í Noregi víkur
2 Brermu-Njáls saga. íslenzk fornvit XII. liinar Ólafur Sveinsson gaf út. Reykjavik:
Ilið íslenzka fornritarelag, 1954. Bls. 6-7. Hér á eftir verður vísað til kaiila og bladsíoutals
þessarar utgáfu með í sviga á eftir hverri tilvitnun í meginmáli. Stafsetning er færð til
nútímaliorfs, sem og einnig orðmyndir eftir því sem ástæóa þykir til. I