Torfhildur - 01.04.2007, Page 123
miklum lærdómi og þelckingu á flestum sviðum, svo sem sagnfræði,
heimspeki og bókmenntalegri arfleifð mannkyns.
Hann ólst upp á þeim tíma þegar írland var enn nýlenda Breta og
það írland sem hann ólst upp í mótaði skáldskap hans alla hans tíð.
Það var tímabil í sögu landsins þegar Dublin var eitt mesta fátæktar-
svæði í allri Evrópu, kaþólsk heittrúarstefna drottnaði yfir sálrænu
lífi þjóðarinnar og blóðug kugunarsaga breska heimsveldisins hvíldi
enn eins og mara yfir landsmönnum. Það þarf því kannski ekki að
koma á óvart að flestir mestu andans menn írlands fluttu burt frá því
og var Joyce einn af þeim. Alla tíð leit hann á sig sem flóttamann frá
eigin heimalandi, en það var hlutskipti sem íyrir honum var samofið
hlutskipti listamannsins. Það að flýja land var í hans huga nauð-
synlegt til að öðlast listrænt hlutleysi. Þetta endurspeglast á því
nafni sem hann valdi sjálfum sér þegar hann gerði sig að sögupersónu í
eigin verkum: Stephen Dedalus. Nafnið Stephen er upphaflega komið
úr grísku og rnerkir konungur; nafnið Dedalus er að sjálfsögðu fengið
úr grískri goðafræði. Það er nafn handverksmannsins sem m.a.
hannaði völundarhúsið mikla á Krít og flúði svo burt frá því fljúgandi
á eigin heimagerðu vængjum. Epigraf skáldsögu Joyce A Portrett of \
the Artist as a Young Man er tilvitnun í þátt Dedalusar úr Ham- j
skiptum Óvidíusar: „Et ignotas animum dimittit in artes“ eða á
íslensku: „og hann snýr huga sínum til ókunnra lista“. M.ö.o. þýðir
nafnið Stephen Dedalus ‘konungur listamannanna’, eða jafnvel
‘konungur völundarhússins’ því ef einhver hefur nokkurn tíma
verðskuldað að vera kallaður völundur orðsins þá var það Joyce. Þessi
nafngift er líka ágæt vísbending um stolt hans, hroka og óbilandi
sannfæringu á eigin snilligáfu.
Þegar Joyce var ungur hlaut hann strangkaþólskt uppeldi í
jesúítaskóla. Hann var mjög trúaður í æsku þó að hann hafi síðar |
hafnað guðsorðinu og má í þessum kirkjulegabakgrunni leita skýringa
á háli-trúarlegum hugmyndum hans um fagurfræði. Þessi grunn-
menntun réð miklu um að fornir hugsuðir eins og Ágústínus
kirkjufaðir og heilagur Tómas af Akvínó urðu honum áhrifavaldar
alla hans ævi. En eftir því sem Joyce þroskaðist fór veröldin að heilla
hann og listin varð köllun hans í lífinu. Hann uppgötvaði stefnur
sem borist höfðu frá Frakklandi, realisma og symbólisma, og lá yfir
höfundum á borð við Balzac, Flaubert, Zola, hinum þýska Gerhart
Hauptmann og ljóðslcáldum eins og Mallarmé.
121