Torfhildur - 01.04.2007, Page 128

Torfhildur - 01.04.2007, Page 128
Kári Páll Óskarsson það er engin önnur skáldsaga sem hefur haft jafnmótandi áhrif á bókmenntir 20. aldar eins og Ulysses. Áhrifa hennar gætir allt frá samtíðarmönnum Joyce eins og Ezra Pound, T.S. Eliot og Virginiu Woolf svo fáir séu nefndir, frá Samuel Beckett, Dylan Thomas, William Faulkner og allri hans kynslóð af bandarískum rit- höfundum, frá Anthony Burgess, Martin Amis, Thomas Pynchon og Salman Rushdie til höfunda frá allt öðrum málsvæðum eins og Jorge Luis Borges, Italo Calvino, Gabriel García Márquez og Umberto Eco. Hiin gerist í Dublin, og greinir „bara“ frá einum degi í lífi Stephens Dedalusar, hvunndagshetjunnar Leopolds Bloom og eiginkonu hans Molly Bloom, með Ódysseifskviðu Hómers í baksýn þannig að Stephen verður hliðstæða Telemakkosar sonar Ódysseifs, Leopold hliðstæða Ódysseifs sjálfs og Molly hliðstæða Penelópu. Bókin getur verið afar erfið og ekki bætir úr skák að það er enginn lykill til að henni. Það eru engin töfraorð sem geta lokið upp leyndardó- mum hennar. Hún einfaldlega er, í öllu sínu veldi, með allan sinn aragrúa af persónum og smáatriðum þar sem ekkert eitt er mikil vægara en annað. Nokkrir íyrstu kaflarnir eru fremur hefðbundnir, haldandi áfram sama eða svipuðum stíl og notaður var í A Portrett og áfram er haldið að segja frá Stephen Dedalusi. Síðan, þegar nokkuð er liðið á bókina, tekur framsæknin öll völd, hver nýr kafli verður stílfræði- leg opinberun uns lcomið er að lokaþættinum sem er hreinræktað hugarflæði í höfði Molly Bloom, blaðsíða eftir blaðsíðu af ómenguðu streymi hugrenninga hinnar sofandi Molly. Eða réttara sagt: því sem virðist vera ómengað streymi hugrenninga því hér er einungis um stílbrigði að ræða, þetta á ekkert skylt við þá auto-skrift sem súrreal- istar stunduðu þó svo að Halldór Laxness bendli Joyce, einhverra hluta vegna, við súrrealisma í Skáldatíma. Óteljandi raddir hljóma og merkingarnar í bókinni verða hreinlega of margar til að einhver ein merking verðskuldi sérstaka hylli. Realismi 19. aldar var þarna hreinlega sprengdur og nútíminn hélt innreið sína í bókmenntir með allri sinni þölhyggju. Ótal stílbrigðum ægir þarna saman og hjálpast að við að afbyggja hvert annað með því að sýna að öll eru þau bara stílbrigði og eklcert annað; skáldsögur eru ekki veruleikinn sama hvað menn iðka vandaðan realisma. Ulysses er óður til mannsins og lífsins, og eins og í lífinu er bókin full af þráðum sem ekki er hægt að rekja því þeir hreinlega eiga ekki að vera raktir. Ulysses er margþætt eins og mannleg tilvera. 126
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Torfhildur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Torfhildur
https://timarit.is/publication/1919

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.