Torfhildur - 01.04.2007, Qupperneq 128
Kári Páll Óskarsson
það er engin önnur skáldsaga sem hefur haft jafnmótandi áhrif á
bókmenntir 20. aldar eins og Ulysses. Áhrifa hennar gætir allt frá
samtíðarmönnum Joyce eins og Ezra Pound, T.S. Eliot og Virginiu
Woolf svo fáir séu nefndir, frá Samuel Beckett, Dylan Thomas,
William Faulkner og allri hans kynslóð af bandarískum rit-
höfundum, frá Anthony Burgess, Martin Amis, Thomas Pynchon og
Salman Rushdie til höfunda frá allt öðrum málsvæðum eins og Jorge
Luis Borges, Italo Calvino, Gabriel García Márquez og Umberto Eco.
Hiin gerist í Dublin, og greinir „bara“ frá einum degi í lífi Stephens
Dedalusar, hvunndagshetjunnar Leopolds Bloom og eiginkonu
hans Molly Bloom, með Ódysseifskviðu Hómers í baksýn þannig að
Stephen verður hliðstæða Telemakkosar sonar Ódysseifs, Leopold
hliðstæða Ódysseifs sjálfs og Molly hliðstæða Penelópu.
Bókin getur verið afar erfið og ekki bætir úr skák að það er enginn
lykill til að henni. Það eru engin töfraorð sem geta lokið upp leyndardó-
mum hennar. Hún einfaldlega er, í öllu sínu veldi, með allan sinn
aragrúa af persónum og smáatriðum þar sem ekkert eitt er mikil vægara
en annað. Nokkrir íyrstu kaflarnir eru fremur hefðbundnir, haldandi
áfram sama eða svipuðum stíl og notaður var í A Portrett og áfram
er haldið að segja frá Stephen Dedalusi. Síðan, þegar nokkuð er liðið
á bókina, tekur framsæknin öll völd, hver nýr kafli verður stílfræði-
leg opinberun uns lcomið er að lokaþættinum sem er hreinræktað
hugarflæði í höfði Molly Bloom, blaðsíða eftir blaðsíðu af ómenguðu
streymi hugrenninga hinnar sofandi Molly. Eða réttara sagt: því sem
virðist vera ómengað streymi hugrenninga því hér er einungis um
stílbrigði að ræða, þetta á ekkert skylt við þá auto-skrift sem súrreal-
istar stunduðu þó svo að Halldór Laxness bendli Joyce, einhverra
hluta vegna, við súrrealisma í Skáldatíma. Óteljandi raddir hljóma
og merkingarnar í bókinni verða hreinlega of margar til að einhver
ein merking verðskuldi sérstaka hylli.
Realismi 19. aldar var þarna hreinlega sprengdur og nútíminn
hélt innreið sína í bókmenntir með allri sinni þölhyggju. Ótal
stílbrigðum ægir þarna saman og hjálpast að við að afbyggja hvert
annað með því að sýna að öll eru þau bara stílbrigði og eklcert annað;
skáldsögur eru ekki veruleikinn sama hvað menn iðka vandaðan
realisma. Ulysses er óður til mannsins og lífsins, og eins og í lífinu
er bókin full af þráðum sem ekki er hægt að rekja því þeir hreinlega
eiga ekki að vera raktir. Ulysses er margþætt eins og mannleg tilvera.
126