Torfhildur - 01.04.2007, Síða 150

Torfhildur - 01.04.2007, Síða 150
Steingrímur Kcirl Teague voru afkomendur franslcra landnema í New Orleans og svartra þræla en litu fremur á sig sem hvíta en svarta, enda nutu þeir lengi vel ýmissa réttinda og kjara sem svertingjum stóðu ekki til boða. Þannig var efnahagsstaða þeirra miklum mun betri og þeim stóð meiri menntun til boða, meðal annars í evrópskum tónlistarháskólum. Svo vel blómstraði menning kreóla að hvítum ráðamönnum fór að standa stuggur af uppgangi þeirra og voru því við lok nítjándu aldar sett lög um að svartir kreólar skyldu þaðan í frá tefjast til svertingja og þeir skyldu í samræmi við það flytja inn í svertingja- hverfin. Við þetta blandaðist evrópsk tónlistarmenning kreóla þeirri afrísk-amerísku tónlistarhefð sem íyrir var í svertingjahverfunum og með nokkurri einföldun má segja að með þessari samsuðu hafi djassinn íyrst litið dagsins ljós.y Margir hinna fyrstu djassara voru þannig kreólar er töldu sig ekki tilheyra kynþætti svertingja: frum- kvöðlar á borð við píanóleikarann og hljómsveitarstjórann Jelly Roll Morton og sópransaxófónleikarann Sidney Bechet eru ágæt dæmi um kreóla sem litu ekki á sig sem svarta og voru jafnvel haldnir miklum fordómum í garð þeldökkra, þrátt íyrir að samfélag hvítra gerði lítinn greinarmun á kreólum og óblönduðum svertingjum.10 Allt frá upphafi hefur djassinn því verið sambræðsla ólílcra menningarheima: afrískra, amerískra og evrópskra. Ekki er mögulegt að staðsetja djasstónlist í einum menningarhóp frekar en skáldsagna- persónuna Joss Moody. Bæði hið raunverulega menningaríyrirbæri djass og hinn uppdiktaði Moody eru staðsett á „gráu svæði“ á borð við það sem Bhabha lýsir í The Location ofCultiæe, svæðinu þar sem menningarheimar mætast og blandast saman. Eins og áður hefur verið minnst á taldi Bhabha að slík svæði væru mikilvægur vettvangur sköpunar, eins og tilurð djasstónlistar er gott dæmi um. í Trumpet kemur enda í ljós að Moody er sérlega skapandi einstaklingur: Hann er auðvitað tónlistarmaður sem náð hefur miklum árangri í listsköpun sinni, en merkilegasta sköpunar- j verk hans er þó tvímælalaust hann sj álfur. Nær allt líf Moodys er skap- andi athöfn; það líf er hann lifir er afrakstur linnulausrar sjálfs- sköpunar þar sem hefðbundnar takmarkanir eru virtar að vettugi. Fyrsta og augljósasta dæmið um þessa sjálfssköpun Moodys er 9 James Lincoln Collier, Louis Armstrong (Oxford University Press: Oxford, 1983). Bis. j 13-15- I 10 Ake, bis. 26.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Torfhildur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Torfhildur
https://timarit.is/publication/1919

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.