Mímir - 01.05.1980, Page 3
MIMIR
BLAÐ FÉLAGS STÚDENT A í ÍSLENSKUM FRÆÐUM
28
19. árg. — 1. tbl. — maí — 1980
Ritstjórn Mímis: Hörður Sigurðarson (áb.)
Ari Páll Kristinsson Ragna Steinarsdóttir
Guðvarður Már Gunnlaugsson Porsteinn Þórhallsson
Prenthúsið sf.
FRÁ RITNEFND
Efíir sex mánaða meðgöngutíma tók ritnefnd Mímis jóðsótt og ól afkvæmi
það, er þér háttvirtir lesendur berjið nú augum. Níu mánuðir eru taldir
hæfilegur meðgöngutími hjá mannskepnunni, svo það er ekki nema von að
afkvæmið sé óburðugt. Engu að síður vonum vér í ritnefndinni, að 28.
Mímir sé læsilegur og allir finni hjá sér hvöt til að lesa hann. Mímir stend-
ur á föstum fótum í gamalli hefð og fannst oss engin ástæða að bylta miklu,
þat eð íslenskunemar eru að vanda andríkir og fræðilegir. Síðasta blað var
að mestu helgað bókmenntum en vér höfum reynt að auka fjölbreytnina
og gera blaðið líflegra. I því skyni leituðum vér til skálda og fleiri lista-
manna, en það er yðar lesendur góðir að dæma árangurinn.
Vér þökkum greinahöfundum framlög þeirra, ljósmyndara og skáldum fyr-
ir þeirra hlut, svo og starfsmönnum Prenthússins gott samstarf, þolinmæði
og biðlund.
421183