Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 9

Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 9
. . . vofuher sem ver okkur landið og veifar líkklæðum dauðans um vit okkar þegar við skyggnumst til vors — (bls. 26) dvelja menn (skáldin) við ,,myndvefnað hjartans“. Hinn yfirskilvitlegi skáldskapur (elding eða vísifingur guðs) verður mönnum uppbót fyrir glataða paradís. Með aðstoð hans geta menn byggt sér sinn eigin heim. I fullkominni uppgjöf flýja þeir veruleik- ann „inn í víðan goðheim lokkandi sagnar“, leitandi löngu liðinna sólardaga. og sjá við þjáðumst af heimþrá til horfins sumars eins og hrelld börn sem flýja um langan veg í hlýjan móðurfaðm sem þau eitt sinn áttu. (bls. 26) En Hannes er ekki sáttur við þennan veru- leikaflótta og andúð skáldanna (módernist- anna) á athafnasemi og þjóðfélagslegri um- ræðu. I fvrrnefndri grein Hannesar: „Bók- menntir á blindgötu" segir hann m. a.: Hin skáldlega ófreskigáfa hefur um skcið orðið sér til háðungar, og það væri sannarlega illa farið ef áfram heldur sem nú horfir, að skáldin verði dragbítar á þró- un sögunnar meðan fært er.11 í Vetrarmyndum veltir Hannes einmitt fvrir sér möguleikum skáldanna til að hafa áhrif á samtíðina með ljóðum sínum; til að vekja menn af vetrardoðanum. Ef ósjálfrátt líf mitt er líf sem leysir grímu frostsins af rúðum hússins eins og lækir spretti undan fingrum sólarinnar hvað yrði þá ekki ef orð mín svifu sem fuglar í hlýjum andblæ nýrrar lífsvitundar? (bls. 20) Og hér erum við einmitt komin að kjarna Vetrarmynda. Hannes stillir hinu ósjálfráða lífi — og þá líka hinum ósjálfráða skáld- skap (,,Ég reyndi að fanga það sem í hugann kom án þess að hafa of mikil áhrif á hvað úr því yrði“: orð Hannesar um bnbru- daga.12) — gegn nýrri lífsvitund samfara nýrri ljóðagerð (hinu skorinorða ljóði), þar sem orðin svífa sem fuglar, hærra og víðara en áður. í stuttu máli, skáldin eiga ekki að lýsa veruleikanum sem hlutlausir áhorfendur heldur út frá ákveðinni afstöðu eða lífsvit- und og þá væntanlega í því skyni að honum verði breytt. En til þess að svo megi verða þurfa skáldin að vekja orðin af vetrardval- anum •— „sigrast á vantrausti sínu á orðinu“ og finna ný orð sem megna að hjálpa ein- staklingnum í baráttunni við firringuna — „lýsa upp leghöll einveru þinnar“. Skáldunum dugir ekki að flýja veruleikann og una sér við „símtöl við guð“ (hinn yfir- skilvitlega skáldskap), því á meðan saumar nístandi helrykið jörðinni og lífverum hennar líkserk. Og þrátt fyrir allt er Hannes vissu- lega bjartsýnn um að menn taki þá afstöðu að berjast gegn „vofuher vetrarins“, en neiti að dvelja að eilífu undir óminnissnænum. Vor ferð gegnum stormhvirfilþrumandi pólmyrkrið senn á enda á vindfáðri ísblárri rúðu hvítnandi ský við hlerandi andardrátt þreyjandi vinda (bls. 27) Veturinn er á förum. Nýir tímar ganga í garð. Eins og í Völuspá rís jörðin aftur úr 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.