Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 20

Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 20
Torfrista engin, en stúnga bæði slæm og lítil og eyðist mjög. Lýngrif er af skamti, örðugt til að sækja, sem þó brúkast til eldíngar með fiska- beinum. Vatnsból er í fjöru við sjó örðugt til að sækja mjög so, og er oft bannað af stór- flæðum og sjóargángi, er og ekki mann- hættulaust fyrir skriðu og svellalögum nema með mestu gætni. Eggver er lítið og örðugt að sækja í Lónbjarg, og so fuglveiði, eins mikil. Berjalestur er af nægð. Rekavon nokkur er við sjó heima fyrir jörðinni. Sölvafjara og fjörugrös nokkur. Engjar eru öngvar. Völlinn fordjarfar skriða og jarðbrot af uppblæstri, að framanverðu. Heimræði er hjer ár um kríng en lend- íng bæði fyrir skerjum og brimi í landtöku hættuleg, þar með undansátur örðugasta, og fjöruburður hinn versti, so hvörki má fyrir skip nje menn óhætt kalla. Gánga hjer skip þeirra einnra, sem búa á heimajörð- unni, að tölu 6 um vertíð en 4 utan ver- tíðar oftast.8 Má af þessu ráða að harðbýl hefur jörðin verið þó ekki kvarti Kolbeinn svo mjög yfir daglegu amstri og búskaparbasli í kvæðum sínum. Ekkert verður þó um búskap Kol- beins vitað fremur en annað um hann. I þætti sínum segir Gísli Konráðsson að Kol- beinn ,,réri hvert sjóveður“. Það kemur þó sögunni ekki við að öðru leyti en því að Kol- beinn er ný róinn á sjó er hann sér sending- ar Galdra-Brands flykkjast að. Lfpphaf sög- unnar um samninga Kolbeins og kölska stangast þó á við þetta: Sú er ein sogn frá Kolbeini skáldi, er hann bjó á Fróðá; at fyrir því hann væri búhöldr lítill ok nennti lítt at starfa at búnaði, þá tók hann þat ráð, at hann samdi (við) Kölska um þat hann vinni fyrir sik um iij eða iiij ár, allt sem at starfa mest væri fyrir búi hans, . . . Nú kom húskarl þessi til Kolbeins, ok tók at vinna baki brotnu, svo aldrej þurfti Kolbeinn at talca hendi sinni í kalt vatn . . ,9 Þessi sögn gæti geymt afstöðu manna til Kolbeins; að hann hafi ekki þótt vinnuharð- ur við sjálfan sig en komist þó sæmilega af. Munnmæli þau sem Gísli tilfærir eru Kol- beini vinsamleg. Hann er ekki galdramaður í venjulegum skilningi en miklu fremur kraftaskáld. Kolbeinn vekur ekki upp drauga né notar kunnáttu sína öðrum til ills, nema einu sinni, er hann fyrirkemur dönskum kaup- manni með kveðskap.10 Hann kveður niður drauga sem honum og öðrum eru sendir og eitt sinn særir hann frá sér tröllkonu. Hann er ,,meir lagður til að koma af afturgöngum og reimleikum en aðrir menn“, líkt og Grett- ir! Sú sögn af Kolbeini, sem þekktust er, þegar hann kvað kölska í kútinn á Þúfubjargi sýnir best hvers álits hann hefur notið. Aldrei minnist hann á galdra í kvæðum sín- um og ekkert verður með vissu af þeim ráð- ið um „fjölkynngimeðferð“ hans. Samt tek- ur hann sér fyrir hendur að særa frá sér djöfulinn með Skilnaðarskrá. Sennilegt er þó að galdraorðið hafi fest við hann þegar með- an hann lifði svo oft sem hann kvartar und- an brigslum og illmælgi sem illt sé undir að búa. 2. „. . . KVAÐST Á VIÐ HANN ÚR NEÐRA.“ I þjóðsögunum er Kolbeinn galdramaður, kraftaskáld, sem kemst svo langt að kveða sjálfan kölska í kútinn. I kvæðum sínum nefnir hann aldrei galdur. Þó má finna í þeim einstaka staði sem, með góðum vilja, verða túlkaðir svo að skáldið játi á sig mök við satan eða hafi nærri lent í klóm hans. Eins er samt hægt að skilja þetta svo að 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.