Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 24
Þessi fossa iðjan aum
undan landi drjúgt mig dró,
eg hefi róið illan sjó.
Eg hraktist frekt í glæpa glaum
og gat ei fetað parið,
landfallið ber mig heim í varið.
4. Uppgangsveðrin óttasöm
eg mun saman bera
við ástríðurökin röm
sem rastir knappar gera.
Nauðum .kvíðir hugarhöm,
í hjartað ört sú pílan smó,
eg hefi róið illan sjó.
Satans skeytin grimmdar gröm
geta flýtum farið,
landfallið ber mig heim í varið.
5. Liggjandar og lognin kyrr
langstundum ei blífa,
veltur uppá vonum fyrr
veðraföll og drífa,
áður en nolckur eftir spyr
eyðist samviskunnar fró,
eg hefi róið illan sjó,
freistinganna heitur hyr
hefur mig líka marið,
landfallið ber mig heirn í varið.
6. Af óbyggðum stormastríð
stundum blæs á móti,
syndafalla hindrar hríð
til hafnar fleyið20 fljóti,
ógnar bylgju áföll tíð
yfir mig drifu þeygi sljó,
eg hefi róið illan sjó.
Þreytist eg að þola um síð
þetta hættu snarið,
landfallið ber mig heim í varið,21
7. Þokan frek um flæðar lá
færir leiðar grillu,
syndadimman mæla má
mig svo rak í villu,
réttu landi föðurs frá
flæmdist eg í krappan mó,
eg hefi róið illan sjó.
Ljóst það hindra leiftrið má
ef ljómann glepur skarið,
landfallið ber mig heim í varið
8. Hafs að auga hart eg nær
í heimskri villu renndi,
undirdjúpin öngvum fær
eru þar fyrir hendi,
andskotinn með krappar klær
kremmir22 hvern sem náir þó,
eg hefi róið illan sjó.
Endalaus þann ánauð slær
sem í fer djöfla snarið,
landfallið ber mig heim í varið
9. Á höndum liggur harða strit
ef heim skal aftur draga,
kæmist fyrir villtan vit
vogs á kólguaga,
mætti verða á myrkri slit,
mál er við að rakna þó,
eg hefi róið illan sjó.
Hafs í volki hætt eg sit
en hartnær megnið farið,
landfallið ber mig heim í varið
10. Heim á þetta hafnar hléð
halda vil eg um síðir,
styrki drottinn stjórnartréð,
það stöðuga trúna þýðir.
Guðs mér engla lið sé léð,
leiði fram mitt ölduhró,
eg hefi róið illan sjó.
I miðju skipi mastur sé,
það merkir krosstré svarið,
landfallið ber mig heim í varið
11. Láttu mér drottinn landi að
liðuga strauma fleyta,
alvarlega iðran það
eg mun láta heita,
tíðum renni táravað,
trú rétt ekki bili þó,
aftur heim af illum23 sjó.