Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 33
telja athugun okkar og hennar algerlega sam-
bærilegar, aðallega vegna þess að í okkar
prófi þurftum við að prófa miklu fleiri orð,
svo og vegna þess að við álítum að íslensk
ft.-myndun sé e. t. v. „erfiðari“ en sú enska.
Myndalistarnir voru lagðir fyrir 22 börn
á aldrinum 3.0—8.8 (þetta táknar aldur
barnanna, en hann er miðaður við ár og mán-
uð þegar barnið var tekið upp). Börnin voru
valin af handahófi, langflest þeirra voru tek-
in upp á barnaheimili. Það kann að þykja
undarlegt að vera með könnun á 16 fullorðn-
um inni í þessari barnamálsathugun. Þeir full-
orðnu fengu reyndar aðeins að spreyta sig á
B-listanum, en ástæðan fyrir að þeir fylgja
með er aðallega sú, að við töldum fróðlegt
að sjá hvernig beygingarflokkarnir stæðu að
vígi, þ. e. í hvaða flokkum lcæmu oftast rétt
svör miðað við svör barnanna. Reyndist at-
hygli vert að rannsaka þá fullorðnu, aðallega
vegna þess að í ljós kom að þeir voru yfir-
leitt alls ekki með fullkomna ft.-myndun. Það
kann þó að einhverju leyti að stafa af því að
prófaðferðin sé ófullkomin eða þessar til-
búnu aðstæður rugli þátttakendur, sbr. at-
hugasemd hér á eftir.
Við viljum benda á að umfjöllunin um
börnin er gölluð að því leyti að ekki eru jafn-
margir einstaklingar í hverjum aldurshópi,
þ. e. flestir í yngstu aldurshópunum og færri
eftir því sem ofar dregur. Þetta stafar aðal-
lega af því að við frumvinnu athugunarinnar,
þ. e. við upptökur á einstklingum, vissum
við ekki ákveðið hvernig ynnist úr þessu,
þar sem engar viðmiðanir voru fyrir hendi.
En það skal einnig frernur litið á þetta
sem tilraunakönnun en endanlegar niður-
stöður.
I þessum útdrætti verkefnisins birtum við
það mikilvægasta, svo sem eins og niðurstöð-
ur flestra hluta verkefnisins, en einn kafla
fellum við alveg brott, en það er samanburð-
ur á þremur börnum með u. þ. b. V2 árs
millibili. Einnig birtum við hér nokkrar töfl-
ur og línurit til frekari skýringa.
VANKANTAR VIÐ GERÐ OG FRAM-
KVÆMD ATHUGUNARINNAR
Athugunin er gölluð að því leyti til, að
börnin endurtaka eintölumyndina gjarnan ó-
breytta, þó að þau beiti ft. oft rétt í eðlilegu
máli. Er það e. t. v. af því að ekki er um
eðlilegar setningar að ræða, sbr. barn 3 sem
segir tvær híf í prófinu en inni í setningu
talar barnið um hífirnar. Einnig segir sama
barn við athugunina tvö glas þó að það noti
orðmyndina glös í daglegu tali sínu. Líkindi
eru því til að einhver barnanna hafi misskil-
ið athugunina eða verið ófús til að svara af
einhverjum ástæðum, og svarað út í hött og
oftast endurtekið eintölumyndina óbreytta.
Sérstaklega er þetta áberandi í myndalista B
(sbr. barn 11, 14 og 18). ,,Málaðstæður“
prófs þessa eru að sjálfsögðu jafnóeðlilegar
fvrir þá fullorðnu, fólk bæði tók þessu sem
hverju öðru gamni, svo og mjög alvarlega,
en í síðarnefnda tilfellinu reyndi fólk gjarn-
an að bera saman við önnur þekkt orð og
befur þá e. t. v. ruglast enn meira fyrir vikið.
Ef ft. er rangt mynduð (í þekktu orðunum
sérstaklega) höfum við alltaf gefið rangt fyr-
ir (ath. þó töflu 2). Gefur þetta ekki alltaf
fullkomlega rétta mynd af ft.-myndun barns-
ins, því að stundum reyna börnin að mynda
ft., og þó að illa takist til og út komi röng
ft.-mynd, má samt sem áður sjá að börnin
hafa náð valdi á hugmyndinni um ft.-end-
ingu (sbr. mennir f. menn, rölur f. ralir o. s.
frv.). Nefnum við þetta misbeppnaðar ftþ-t‘il-
raunir.
Eftir nokkrar vangaveltur ákváðum við í
samráði við kennara að gefa rétt fyrir orð-
myndir sem hafa rétta endingu, þótt eitthvað
kunni að vera óeðlilegt í ft.-myndinni, t. d.
fónólógískar villur (sbr. töflu 3). Þannig höf-
um við gefið rétt fyrir t. d. bralur f. brölur,
þó að u-hljóðvarp vanti og rétt fyrir sænnar
f. sænar, þó að síðarnefnda dæmið kunni að
vera umdeilt [dn] er e. t. v. fremur morfó-
lógísk villa en fónólógísk, þar sem [dn] er
venjulega nefnifallsmark í eintölu. Sumir
31