Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 36

Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 36
ef þar var einhver sýnileg tilhneiging. Nefnt var ef börnin beittu einhverjum hljóðreglum eða engum. Einnig birtum við mismun réttra svara barnanna úr A-lista og B-lista, en þær tölur sjást skýrt á töflu 4. Við munum hér láta okkur nægja að segja frá niðurstöðum þeim sem fengust út úr þess- um hluta athugunarinnar. Ef við athugum fyrst myndalista A þá er þar greinileg „jákvæð“ þróun, þ. e. réttur orðafjöldi eykst í samræmi við aldur. Það er þó e. t. v. hæpið að tiltaka aldurinn svo ná- kvæmlega, því að sem fyrr segir voru fá börn prófuð úr eldri aldurshópnum. Línan er því mjög lík því sem maður hafði gert sér í hug- arlund fyrirfram. Þó er óvænt hve línan fer langt niður á bilinu 5.0—5.5 og er það lík- lega ekki hin almenna þróun. Á þessu bili eru aðeins tbeir einstaklingar prófaðir og þeir e. t. v. nokkuð seinir til máls. Einnig gæti skýringin á þessu e. t. v. verið sú að eftir að börnin hafa lært nokkrar ft.-endingar og gert sér grein fyrir nauðsyn þeirra, gangi þau sum í gegnum einhvers konar alhæfingaskeið, þ. e. þau velji sér eina endingu og noti hana síðan á flest orð. Þessa tilhneigingu urðum við varar við, t. d. við samanburðinn á börn- unum með Vi árs millibili (þ. e. sumum ,,fór aftur“ þrátt fyrir það að við reiknuðum þeim „misheppnuðu ft.-tilraunirnar“ til tekna). Greinilegt er að í A-lista læra börnin fyrst þau orð sem algengt er að heyra í ft., svo og þau orð sem einföld eru að byggingu (t. d. hundur) og þau orð sem ekki þarf að beita hljóðreglum á við ft.-myndun. Síðust lærast þau óreglulegu (t. d. fótur, mús) og þau sem þarf að beita flóknum hljóðreglum á (t. d. sög, töng). Það vekur nokkra furðu hvað oft kemur fyrir auga og eyra sem ft.-myndir eða í um helmingi tilfella. Maður gæti haldið að börn- in kynnu þessi orð sem eitt par á einu höfði, en svo þegar sett eru upp tvö hægri augu á íblað, þá skynji börnin þetta ekki sem sam- bærilegt við parið. Hvað varðar sérstaka tilhneigingu er greini- legust tilhneigingin til að setja -ar endingu sem ft.-mark (á kk.orð) og sum börnin skella henni einnig aftan við kvk.orð. Einnig hafa sum börnin ríkjandi -ir endinguna fyrir kvk,- orð. Varðandi B-lista virðist þróunin vera lík og í A-lista út frá línuritunum. Það er þó greinilegt að þróunin stendur lengur yfir í B-lista, og getum við ekki sagt að af þeim börnum sem prófuð voru, séu nein komin með allar reglurnar (þ. e. þróunin stendur lengur yfir hvað varðar reglubeitinguna og þróuninni þar er ekki lokið innan við aldur- inn 8.8). Þetta styðst einnig við útkomuna úr úrlausnum fullorðna fólksins, en þar er aðeins einn sem hefur öll svör rétt, og því er vafasamt að tala um endapunkt í þessari þró- un. Þetta gæti þá bent til þess að mun auð- veldara sé að læra hinar einstöku ft.-myndir heldur en að læra reglurnar, þó að reglurn- ar séu óneitanlega misjafnlega auðlærðar. Hjá börnunum koma nokkuð oft fyrir u- hljóðvarpsmyndir, en þó að «-hljóðvarpsmynd komi einu sinni eða oftar fyrir hjá barni er ekki víst að u-hljóðvarp virki alltaf þar sem það ,,á“ að virka, og fremur virkar það þar sem hljóðvarpsvaldur er til staðar í orðinu (t. d. dörgur) en síður þar sem hann er ekki í birtingarforminu (t. d. kös). Einnig kemur stytting fyrir hjá börnunum (t. d. sænn : sæn- ar) þó að ekki sé það mjög oft, og þar er líkt og með u-hljóðvarpið, að þó að þessi regla virki hjá barni verður það ekki nema í nokkr- um tilfellum og alls ekki í öllum. Eitt af atriðunum sem prófa átti í B- lista var hvort hgk.orð sem enda á -a í et. fái yfirleitt -u í ft. eins og sambærileg orð sem til eru (auga, eyra, lunga, hjarta, nýra). Niðurstaðan varð sú að þessi flokkur getur varla talist virkur. I svörum barnanna er ekkert rétt svar við vigna, eitt rétt svar við sora og tvö rétt svör við vaga. I B-lísta eru -ar og -ir endingar mjög oft ríkjandi, þó sérstaklega -ar í kk.-flokkunum, 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.