Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 39

Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 39
sýna línuritin helst að einstaklingarnir hafa mjög misjafnlega margar réttar ft.-myndir og þar er ekki greinileg stígandi þróun í tengsl- um við aldur. Á línuriti A2 og B2 sést greinilega fylgni milli fjölda réttra orða í myndalistum A og B. Línurnar eru mjög svipaðar í lögun og sýnir það að ferlið er mjög svipað hjá þess- um börnum á báðum listunum. Skyggða svæðið er greinilega minna í yngri aldurs- hópnum (þar er mismunurinn sem sé minni). Bendir þetta líklega til að fjöldi réttra ft,- mynda vaxi hægar í B en A. Þar með væri hægt að álykta að fjöldi (utanað) lærðra orða vaxi hraðar en beiting reglna um ft.-myndun. IV. FULLORÐNIR Myndalisti B var lagður fyrir 16 fullorðna, valda af handahófi. Hér verður gerð nokkur grein fyrir úrlausnum fullorðna fólksins í heild, með tilliti til svara barnanna. Meðaltal réttrar fleirtöluendingar var 27 (þ. e. 27 rétt svör af 35), en útkoma ein- staklinganna var þannig: I 27 V 31 IX 28 XIII 26 II 26 VI 29 X 29 XIV 27 III 35 VII 29 XI 23 XV 26 IV 23 VIII 22 XII 24 XVI 31 Fyrst má nefna við umfjöllun um fullorðna að þeir svara ekki á sama grundvelli og börnin. Áður hefur verið minnst á að þeir fullorðnu bera orðin oftast saman við önnur orð sem hafa líka fónólógíska byggingu (t. d. tór borið saman við skór, býs við mýs o. s. frv.). Sérstaklega er þetta áberandi hjá þeim sem hafa mikið af réttum svörum, enda hafa þeir gjarnan lært meiri málfræði (í skólum) en hinir. Réttar ft.-myndir eru að jafnaði mun fleiri hjá þeim fullorðnu en hjá börnunum. Eins og fyrr segir eru 27 réttar myndir hjá fullorðn- um, en 15 hjá börnunum í myndalista B. Oft eru röng svör barnanna einungis fólgin í því að þau endurtaka beint eintölumyndina. Slíkt er langtum fátíðara með fullorðna fólkið og yfirleitt reynir það að mynda ft. með því að nota eitthvað fleirtölumark. Þar sem þeim fullorðnu reynist erfitt að finna lík orð til að miða við, koma gjarnan fram mjög mörg af- brigði og þá gjarnan fleiri en hjá börnum (t. d. vigna 6 afbr. í ft.: jrímun 9 afbr. í ft.; sora 1 afbr. í ft.). Sést á þessu að þessir beygingarflokkar eru á undanhaldi (sjá nánar í kafianum um beygingarflokkana). Mun minna er um að fullorðnir hafi fónó- lógískar villur en börnin. Þó koma þessar villur fyrir hjá þeim fullorðnu, t. d. orðmynd- ir eins og teíílar f. teilar, (2 hafa það svar), sænnar f. sænar (1 svar) og tominar f. tomn- ar (3 svör). Til eru orð svipuð þessum sem fella ekki brott sérhljóðið, sbr. Auðunn : Auðuni, og gæti verið að fólk bæri hér saman 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.