Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 51

Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 51
ÞGRARINN FRIÐJÓNSSON: VSNNUHJÚAÁDEILUR f KVÆÐUM FJÖGURRA SKÁLDA Á LÆRDÖMSÖLD I ritgerð þessari er ætlunin að fjalla um ádeilur á vinnufólk í kveðskap 3ja austfirskra skálda, Ólafs Einarssonar og sonar hans Stefáns Ólafssonar og systursonar, Bjarna Gissurarsonar. Einnig verður minnst á ætt- föður þeirra, Einar Sigurðsson í Eydölum. Peir voru allir prestar og hafa verið nefndir austfirsku skáldin í íslenskri bókmenntasögu. Loks verður rætt um Þorlák Þórarinsson prest og prófast í Vaðlaþingi. Austfirsku frændurnir fjórir voru uppi á 16. og 17. öld en Þorlákur á þeirri 18. Þeir teljast allir til þess tímabils í íslenskri bók- menntasögu er nefnt hefur verið lærdómsöld. Það sem einkennir þennan tíma eru mikil harðindi, tíðar sóttir, eldgos, galdrafár, Tyrkjarán og aukin konungsafskipti (versl- unareinokun frá 1602 og einveldi frá 1662). Upp úr siðaskiptunum fer fé að streyma úr landi og hagur landsmanna að versna til muna. Oft er þetta tímabil talið mesta nið- urlægingartímabil Islandssögunnar, enda var algengt hjá skáldum þessa tíma að yrkja um samjafnan þessarar aldar og þeirrar sem áður var og sáu þeir þá yfirleitt kaþólska tímann eða söguöldina í gullnu ljósi liðins tíma. Um stöðu vinnufólks má m. a. ráða af ,,Tilskipun um húsaga á Islandi“ sem kon- ungur gaf út 1746. Þar segir um hjúaaga. Elúsbændur eiga að typta og áminna hiú sín, því þau skulu lúta sama aga og börnin, hvetja allt heimilisfólkið til þess að byrja verk sín með bæn og tala um guðrækilega hluti sín á milli, en ósæmi- legt tal, gaman, blót og ragn er harðbann- að, sem og hégómlegar sögur, amorsvís- ur og rímur, er angra heilagan anda. Fólk, sem þetta iðkar, á að setja í gapastokk, ef viðvörun nægir ekki . . . Slái hjú hús- bændur, skulu þau missa hálft árskaup sitt og setjast í gapastokk, og þá, sem strjúka úr vistum, skulu hreppstjórar eða valdsmenn elta uppi og refsa þeim . . . Fari hjú úr vist og ætli í aðra sókn, skal jnað fá skriflegan vitnisburð húsbænda sinna, er prestur staðfestir, en innan sókn- ar duga munnlegir vitnisburðir í viðurvist prests. Harðbannað er að ráða hjú án slíkra vitnisburða.1 Vinnufólk var lágt sett í þjóðfélaginu og e. t. v. ekki hægt að ræða um það sem frjálsar manneskjur. Átthagafjötrarnir voru sterkir og húsbændur réðu lífi þeirra að miklu leyti. Litlir möguleikar voru á að hefja sjálfstæðan búskap og þeir sem gátu leigt sér skika flosnuðu oft upp í næsta harð- æri. Eitt atriði er rétt að leggja sérstaka áherslu á. Með siðaskiptunum fengu veraldlegu valdastéítirnar umráðarétt yfir guði og djöfl- inum og notuðu þá óspart til að kúga alþýð- una. Siðfræði þessa tíma, tvíhyggjan (guð- 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.