Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 58

Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 58
Órækjur flestallt feygja, fann eg þær áður þannig: hrak-mórauð skuplan hrúkir. hanga við pilsið angar, skór drafnar, sokkar seyrast, sorp-rönd á hempu korpir, allt í óþrifnað smeltist ei dustað, bætt, né þvegið Sig nenna síst að lauga sámleitar með ódámi, rabbandi rífa í lubban, ram-særa tíðum lærin; klæst ei af tánum klístur, krímóttar samanlímast; stök er í lörfum stækja, stendur ódaun af kvendutr. Ræð eg því refla tróðu ráð sitt hún betri áður, fyr en með rækslu rýra rúnka-tíð fram í skrúnkast; illt er ef sést þar soltin sætan úng með horpúnginn, rifin sem tóuræfill, rotin og ber um totu.30 Stefán Einarsson segir í bók sinni Aust- jirzk skáld og rithöfundar: Annars hef ég oft furðað mig á því, hvort Stefán muni ekki hafa tekið upp fyrirlitningu á smábændum og vinnulýð í Danmörku, þar sem hún gæti líka verið af þýzkum uppruna.31 Það er ekki ósennilegt að Ólafur og Stefán hafi orðið fyrir þess konar áhrifum í Kaup- mannahöfn, því þeir voru báðir sigldir. En það nægir ekki til skýringar á vinnufólks- ádeilum þeirra. Ástæðurnar eru áreiðanlega af þjóðfélagslegum toga spunnar. I kvæðun- um kemur vel fram munurinn á hástéttar- fólki og lágstéttarfólki, á vinnuveitanda og verkamanni. — Enn þann dag í dag má finna slíkan barlóm í skrifum atvinnurekenda í málgögnum þeirra. Til gamans getum við tek- ið eitt nýlegt dæmi. 1 viðtali við eitt dag- blaðanna segir íslenskur atvinnurekandi (sem rekur fyrirtæki í Suður-Afríku): Mergurinn málsins er sá, að negrarnir í Suður-Afríku eru af einhverjum ástæðum aftarlega á þróunarbrautinni eins og meiri- partur negra í allri Afríku og tilgangslaust að bera þá saman við Bandaríkjanegra eða forfeður þeirra fyrir 200 árum. Þroska- stigið er yfirleitt mjög lágt og þeir eiga svo bágt með að tileinka sér tækni, að einföldustu tæki eyðileggjast í höndunum á þeim. Af því leiðir að meiripartur þeirra getur aðeins unnið sára einföld störf, sem þá eru illa launuð.32 Mörgum kann að þykja þetta gróft dæmi, en það er staðreynd engu að síður. Ef við berum þetta viðtal saman við „Oflátunga- kvæði“ Bjarna, eða „Vinnumannakvæði“ Stefáns, leynir ættarmótið sér ekki. HEIMILDIR: 1. Jón Helgason: Oldin átjánda. Rvík 1960. 2. Jón Helgason: Öldin sautjánda. Rvík 1966. 3. Halldór K. Laxness: Vettvángur dagsins. Rvík 1962. 4. Gunnar M. Magnúss: Ár og dagar. Rvík 1967. 5. Þórbergur Þórðarson: Heimspeki eymdarinnar. Akureyri 1927. 6. Kristján Karlsson: íslenzkt Ijóðasafn I. Rvík 1976. 7. Sigurður Nordal: „Nokkurar athugasemdir um bókmenntir siðaskiftaaldar“. Skírnir. Rvík 1960. 8. Bjarni Gissurarson: Sólarsýn. Rvík 1960. 9. Stefán Ólafsson: Kvæði I. Kaupmannah. 1885. 10. Stefán Ólafsson: Kvæði II. Kaupmannah. 1886. 11. Óskar Halldórsson: Bókmenntir á lærdómsöld. Rvík 1979 (2. útg.). 12. Stefán Einarsson: Austfirzk skáld og rithöfund- ar. Akureyri 1964. 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.