Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 62

Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 62
BIRGITTE SPUR ÓLAFSSON: HVER MYRTI VÉSTEIN? Viðfangsefni greinarkorns þessa tengist eink- um annarri af tveimur gerðum Gísla sögu Súrssonar, hinni styttri, hér nefnd M. Þótt svar við spurningunni sé að finna í lengri gerðinni, hér nefnd S, hafa fræðimenn síð- ustu áratuga velt þessu máli fyrir sér. Reynt verður að greina frá helstu niðurstöðum þeirra og meta þær, en fyrst skal vikið að geymd sögunnar og gerðum hennar. GERÐIR GÍSLA SÖGU Gísla saga er varðveitt í þremur gerðum miðaldahandrita, heilleg í tveimur en brot í hinu þriðja.1 S: Skammstöfun fyrir Gísla sögu hina meiri (storre) nefnd Y-gerð (yngri gerð) sam- kvæmt flokkun Björns K. Þórólfssonar (BKÞ).2 Þetta var skinnbók, sem um skeið var í Konungsbókhlöðu í Kaup- mannahöfn, en mun hafa glatast á 18. öld. Áður en hún týndist höfðu verið gerð eftirrit á pappír á 17. öld. Vitað er að 4 blöð vantaði í skinnbókina, sem samsvaraði einum sjötta sögunnar. B: Skammstöfun fyrir Brot (Brudstykket) AM 445c,I,4to. Leifar af sögubók sem er glötuð að öðru leyti. M: Skammstöfun fyrir Gísla sögu hina minni (mindre) AM 556a,4to, skinnbók talin rituð á síðasta fjórðungi 15. aldar. Hefir verið lögð til grundvallar flestum útgáf- um Gísla sögu og verið undirstaða undir rannsóknum á sögunni og þýðingum á erlend mál. Nefnd E-gerð (eldri gerð) samkvæmt flokkun BKÞ. Mun ég styðjast við þessa gerð sögunnar í útgáfu Agnete Loth,3 og eru tilvitnanir sóttar þangað nema annars sé getið. í grein í Griplu 1979 fjalla þeir Guðni Kolbeinsson og Jónas Kristjánsson um gerðir Gísla sögu og rekja viðhorf fræðimanna varð- andi hinn afstæða aldur S og M fram til þessa. Er greinin meðal annars forvitnileg fyrir þær sakir að hún sýnir dæmi um hringasannanir þær, sem hið rómantísk-fílólógiska gæðamat getur leitt af sér. Greinarhöfundar hafa gert textasamanburð sem sýnir að M og B hafa oftast sameiginlegri styttri og gagnorðari texta en S. Ennfremur eru leidd dæmi um styttingu á þessa leið: S>M>B og S>B>M í klausum sem annars eru sambærilegar hvað efni og innihald snert- ir. Telja greinarhöfundar hinar sameiginlegu styttingar í M og B andstætt S vera fullkomna sönnun um að gerðirnar hafa, ásamt Eyr- byggju, átt sameiginlegt forrit. Ennfremur ætti nú að vera skorið úr um afstæðan aldur þeirra. Er gert ráð fyrir því að lengri gerðin S sé eldri og upphaflegri en M. Lengdarmunur hinna tveggja gerða kemur einkum fram í upphafi sögunnar, inngangs- kaflanum, þar sem sögusviðið er Noregur. En í þessu samhengi skiptir mestu máli að lengri gerðin greinir frá því að banamaður Vésteins er Þorgrímur Freysgoði, en í styttri gerðinni M er því haldið leyndu. Höfundur M lætur gruninn falla jafnt á þá Þorkel og 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.