Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 65

Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 65
og samkvæmt frásagnarformúlu ætti sá síð- astnefndi að vera höfuðpaurinn. But the Saga gives us a hint by means of ,,an epic law“: the last of three, not the first, is the principal person.1'1 Þorkell er nefndur síðastur og situr með brugðnu sverði. TMA bendir á að Þorkell er veigamesta persónan, hvatinn. Þrír menn standa saman að smíði málaspjótsins úr Grá- síðubrotunum: Þorgrímur, sem var hagur á járn, Þorgrímur nef, sem „. . . var fullr af gorningum ok fjölkyngi ok var seiðskratti sem mestr mátti verða“ (bls. 16, 2—4), og Þorkell. Hvert var hlutverk hans? Ekkert um það sagt, og þess vegna augljóst að hann var hvatinn, eins konar verkstjóri. Þremenn- ingarnir sitja allir saman morguninn eftir morðið, vígbúnir, og ekkert verður af þessu ráðið hver hafi lagt vopni að Vésteini, þeir eru samsekir. Enda má ekki gera lítið úr hlut Þorgríms nefs: hann magnaði vopnið, hann lét skella á gjörningaveður og hann var valdur að því að Gísla farnaðist illa í útlegð sinni, því að: Börkr kaupir at Þorgrími nef, at hann seiddi seið, at þeim manni yrði ekki at biörg, er Þorgrím hefði vegit, þó at menn vildi duga honum. (bls. 28, 23—25). 6. AH segir að Þorkell sé heigull, sem ekki myndi þora að mæta elskhuga konu sinnar augliti til auglitis. í sögunni er honum lýst þannig og þetta mun vera mat lesandans. Hins vegar voru þeir Þorkell og Vésteinn fóstbræður, atriði sem AH tekur ekki til athugunar, en er veigamikið ekki síst ef á annað borð er reynt að túlka út frá fornu sæmdarsjónarmiði. Svo virðist sem Anne Holtsmark leggi sæmdarsjónarmiðið til grundvallar fyrir túlkun sinni. Síðan bætir AH við að Þorkell sé sú mann- gerð sem væri líkleg til að fremja launvíg með vopni, sem hefði verið smíðað með göldr- um. TMA heldur líka að fóstbræðralag útiloki þennan möguleika og bendir á atriði í sög- unni, sem virðist sett inn í þeim tilgangi að sýna skapgerð Þorgríms og viðbrögð hans. Hann drap morðingja sonar síns við svipaðar aðstæður og Vésteinn var veginn. Þorgrímur er með öðrum orðum hinn stjórnsami höfð- ingi sem hefnir umsvifalaust. 7. Hliðstæðan milli greftrunar Vésteins og Þorgríms er eitt af umdeildu atriðunum í sögunni. Holtsmark gerir því skóna að með því að aðstoða við haugsetningu Vésteins sé Þorgrímur hafinn yfir allan grun, hann hafi góða samvisku, og að þetta ætti að sanna sakleysi hans. Að Gísli festir skip Þorgríms og tekur til orða á svipaðan hátt ætti þá að undirstrika, að Gísli varpi grun á Þorgrím svo Þorkell verði sýknaður. Ekki get ég fellt mig við þessa skýringu, því hún gefur þá líka til kynna, að Gísli sé að koma upp um sjálfan sig með því að við- hafa líkt orðalag og Þorgrímur. „At binda helskó“ túlkar AH sem eins konar varúðarráðstöfun svo hinn látni gangi ekki aftur, að fá hann til að liggja kyrran í gröfinni. Þjóðháttafræðingar hafa jafnvel haldið að fætur hins látna væru bundnir saman, en Dag Strömbáck hafnar þessari skýringu. Hann vitnar í lengri gerðina S, sem útskýrir athöfnina. Hún fellur að forn- um hugmyndum manna um að hinir látnu ættu langa ferð framundan. Með því að hafa helskó sterka og vandaða ætti að koma í veg fyrir afturgöngu þeirra á heimaslóðum. Þessu til stuðning bendir DS á hlutverk skónna, bæði í sambandi við göngu framliðinna yfir heljarbrú og trú miðaldamanna á ferðinni gegnum hreinsunareldinn, en víða má finna merki um þessa fornu trú, bæði í Miðevrópu og í Grikklandi. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.