Mímir - 01.05.1980, Side 67

Mímir - 01.05.1980, Side 67
svipaða stöðu en láta þá bregðast við á ólíkan hátt. Þetta kemur fram í andstæðum: tvenns konar vináttu tvenns konar hjónabandi tvenns lconar afstöðu til ættarskyldunnar. I sögunni er teflt fram mismun milli ætt- arskyldu og einstaklingshyggju og jafnframt sýnt hvert stefnir, þegar ættarskyldunni — hefndarskyldunni — er framfylgt út í ystu æs- ar. En harmleikur Gísla ætti einkum að fel- ast í því að hann sjálfur í þessari viðleitni sinni verður valdur að eyðingu ættarinnar. I ættarþjóðfélagi átti einstaklingurinn að lúta reglum fjölskyldunnar, og ástarsambönd sem ekki þjónuðu heildarhag ættarinnar voru óæskileg. TB skoðar vandamál einstaklings- ins gagnvart heildinni í Ijósi þeirra þjóðfé- lagslegu breytinga sem hann telur að hafi átt sér stað á sögu- og ritunartímanum. Þeg- ar gildandi reglur ættarsamfélagsins eru komnar í mótsögn við breyttar félagslegar að- stæður veldur það röskun. TB er ekki eins afdráttarlaus og AH í afstöðu sinni til sektar Þorkels/sakleysi Þor- gríms, en segir: Den kriminalistiske diskussion: hvem myrdede Vestein? er ikke afsluttet med Anne Holtsmarks detektivarbejde. Der er senere forskere som har modsagt hende (se Andersson, 1969). Sá meget stár dog nok fast at Torkel er dybt impliceret i mordet, hvadenten han har udfort det med egen hánd eller gennem Torgrim.12 Dag Strömbáck notast við fílólógiska og sögulega aðferð við greiningu sína. Hann segist eiga erfitt með að sniðganga lengri gerðina, en þar segir: En Þorgrímr Freysgoði fór síðan til verksins ov vá Véstein, eptir því sem áðr var sagt.13 Strömbáck leggur mest traust á Eyrbyggju sem heimild, en þar segir í 12. kafla: Þorgrímr drap Véstein Vésteinsson at haustboði í Haukadal. En annat haust ept- ir, þá er Þorgrímr var hálfþrítugr sem faðir hans, þá drap Gísli, mágr hans, hann at haustboði á Sæbóli. Að mati DS ætti heimildin að vera traust, því Þorgrímur var faðir Snorra goða, og Sturlungar væru líklegir til að varðveita rétt- ar upplýsingar um eigin ætt.14 TÚLKUN CLAIRBORNE W. THOMPSON Það er álit Andersson að ekki verði ráðið af sögunni hver morðingi Vésteins var. Þessu er Clairborne W. Thompson ekki sammála og telur sig hafa ráðið „morðgátunaV1 Hann styðst við drauma Gísla og þá vísu, er hann æva skyldi kveðið hafa: Teina sá ek í túni tálgríms vinar fálu, Gauts jaess er geig um veittak gunnbliks, þá <a> miklu. Nú hefir gnýstærir geira grímu Þrótt um sóttan, þann lét lundr um lendan landkostaðar branda. (18. kafli). Eg sá teinunga sprottna upp úr mjög svo þiðnuðum haugi Þorgríms, mannsins, sem ég veitti fjörtjón. Eg hef vegið Þor- grím og veitt þeim landgjarna manni jörð16 Gísli var berdreyminn og hann dreymdi illa tvær nætur í röð fyrir vígi Vésteins. ..Draum dreymði mik“, segir Gísli, ,,í fyrri nótt ok svá í nótt, en þó vil ek ekki á kveða, hverr vígit hefir unnit, en á hitt horfir um draumana. Þat dreymði mik hina fyrri nótt, at af einum bæ hrokðist höggormr olc hioggi Véstein til bana. En hina síðari nótt dreymði mik, at vargr rynni af sama bæ og biti Véstein til bana . . “ (14. kafli). 65

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.