Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 70

Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 70
STARFSANNÁLL MÍMIS VETURINN 1978-1979 Eftir aðalfund haustið 1978 þar sem kosið var til nýrrar stjórnar Mímis, var hún skipuð eftirtöldum: Hafsteinn Karlsson Gísli Skúlason Eygló Eiðsdóttir Þórir Óskarsson Sigurður Hróarsson Þess ber að geta að samþykkt var á aðal- fundi þessum að kosnir fulltrúar úr ritnefnd og skemmtinefnd yrðu 4. og 5. maður í stjórn Mímis. Var það álit manna að slíkt yki upp- lýsingastreymi milli stjórnar og þessara nefnda, — og stuðlaði e. t. v. að meiri virkni skemmtinefndar í skemmtanahaldi félagsins. Það mun þó hafa verið fullmikil bjartsýni! Menn skiptu með sér verkum á 1. fundi hinnar nýju stjórnar. Eftir mikil átök sam- þykkti Hafsteinn að láta krýnast til for- manns, maðurinn með fjármálavitið varð gjaldkeri, þ. e. Gísli, og samkvæmt hefð und- anfarinna ára var kvenmaðurinn gerður að ritara þ. e. Eygló. Fulltrúi úr ritnefnd var Þórir, en Sigurður úr skemmtinefnd. Húsnæðisleysi hrjáði hina nýju stjórn til að byrja með. Stúdentaráð þurfti að nota herbergið sem Mímir hafði haft í Félags- stofnun. Úr rættist er leyfi fékkst til að nota geymsluherbergi á 1. hæð Árnagarðs undir eignir og skjalasafn félagsins. Ekki leist mönnum þó á geymsluna til fundarhalda, svo fundir voru haldnir í kennslustofu á 4. hæð Árnagarðs í hádeginu, við tilheyrandi gaul meltingarfæra. Störf stjórnarinnar voru með svipuðu sniði og undanfarið, þó rætt væri um að færa 68 starfsemina af vettvangi skemmtanahalds yf- ir í meiri hagsmunastarfsemi fyrir íslensku- nema, því enginn hagsmunahópur er starf- andi innan deildarinnar. Engu varð áorkað í þeim málefnum, en hér á eftir skal gerð grein fyrir því helsta sem stjórnin beitti sér fvrir: Kraftakvöld var haldið 25. nóvember í Stúdentakjallaranum þar sem ,,Eðlubræður“ Eiríkur Rögnvaldsson og Óskar Albertsson kváðust á af raust mikilli, svo að eigi varð annarra krafta vart þá um kvöldið. Skemmti- nefnd hafði veg og vanda af skemmtun þess- ari. Rannsóknaræfingin fyrri var haldin í Fé- lagsstofnun 20. desember. Þar hlýddi margt manna á erindi Jóns Viðars Jónssonar er hét: Gróskan í íslenskri samtímaleikritun. — Endurreisn eða auglýsingarmennska? — Virt- ist ]oað ná til eyrna áheyrenda og upphófust fjörugar umræður á eftir. Lauk æfingunni ekki fyrr en á fimmta tíma morguns. Sagn- fræðinemum var boðið að taka þátt í Rann- sóknaræfingunni og gengu þeir að því. Var síðan ,,skipuð nefnd í málið“ með þátttöku tveggja íslenskunema og eins sagnfræðinema er vinna skyldu að undirbúningi æfingarinn- ar, en % hluta gróða skyldu íslenskunemar fá og Vi hluti skyldi fara til sagnfræðinga. Islenskuliðar blótuðu Þorra 23. febrúar í Skíðaskálanum í Hveradölum. Heiðursblóts- gestur var Guðni Kolbeinsson, er bar mönn- um andlega næringu, en á borðum var sam- ræmdur matur forn og vítur fóru fram undir vasklegri stjórn Eiríks Rögnvaldssonar. Farið var í vorferðalag 31. mars. Mun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.