Mímir - 01.04.1986, Síða 5
fræöunum á móöurmálinu myndi þann-
ig koma bæöi málfræöi og bókmennta-
fræöi mjög til góða. Blaöiö yröi þannig
sölulegra án þess aö af fræöilegum
kröfum yrði slegiö. Eitt hefti gæti t.a.m.
veriö helgaö barnabókmenntum, annaö
kvennabókmenntum, þriöja miöaldar-
bókmenntum, en þar er af nógu aö
taka allt eftir því hvaöa námskeiö eru í
gangi hverju sinni. Ýmsar stefnur í
málfræöi fengju ýtarlega umfjöllun auk
þess sem þær gætu varpaö Ijósi á und-
irstööu annarra fræöigreina sbr. þaö
sem sagt var um skyldleika bók-
menntafræöi og málfræöi hér á undan.
Annaö atriöi sem stúdentar þurfa aö
taka til endurskoöunar er upplag Mím-
is. Blaöiö er nú prentaö í 1000 eintök-
um sem er allt of mikiö. Nærri lætur aö
5*. um 150 manns hafi greitt fyrir síöasta
tbl. að meðtöldum þeim sem greiöa fyr-
ir þaö meö félagsgjöldum. Um 300 ein-
tök voru send áskrifendum sem ekki
hafa borgaö og fæstir endursent blað-
iö. Núverandi ritnefnd hefur af þessum
sökum gert gangskör að því aö koma
upp sæmilega réttri áskrifendaskrá
meö aöstoð nefndar sem skipuö var í
febrúar s.l.
Þaö er því Ijóst aö upplag Mímis þarf
ekki aö vera nema um 500 eintök í þaö
mesta. Slíkur niöurskuröur upplags
myndi gera þaö aö verkum aö ekki
þyrfti aö eltast viö auglýsendur út um
allan bæ. Félagsgjöld, áskriftargjöld og
styrkir myndu fara langt meö að borga
blaöiö og þaö sem uppá kynni aö vanta
mætti afla hjá aöilum sem alltaf styrkja
blaöaútgáfu innan Háskólans. Ritnefnd
gæti þannig einbeitt sér aö vinnslu
blaðsins, efnisöflun og öllu sem því
fylgir.
Meö réttri áskrifendaskrá og félaga-
tali er hægt aö áætla dreifingu blaösins
og þannig gera þaö út á þann markaö
sem fyrir hendi er. Séu lesendur Mímis
einvöröungu fræöimenn sem láta sig
útlit litlu skipta er nokkuö auðveldlega
hægt aö minnka kostnaöinn viö prent-
unina og koma út fleiri en einu tbl. á
ári. Ef stefnan um ákveöin þemu yröi
tekin upp og blaöiö skipulagt fram í
tímann, gætu jafnvel tvö til þrjú tbl. ver-
iö samtímis í vinnslu á hinum ýmsu
stigum.
í blaöinu aö þessu sinni, sem er
óvenju þykkt og efnismikiö, eru einsog
venjulega greinar og ritgeröir um hin
ýmsu efni innan fræöanna. Að þessu
sinni bera bókmenntirnar málfræöina
ofuriiöi því úr bókmenntum eru fjórar
greinar en aöeins tvær úr málfræöi.
Reyndar stóð lengi vel til að þær yrðu
þrjár en því miöur varö ekki svo. Nokk-
ur nýlunda er af ýtarlegu viötali viö
Þórarin Eldjárn og vill ritnefndin nota
tækifæriö. og færa Þórarni sérstakar
þakkir fyrir liölegheitin og svo spyrj-
andanum, Guöbirni Sigurmundssyni,
fyrir ómakiö. Aö lokum vill ritnefnd
þakka öllum þeim sem hafa aöstoöaö
hana meö einum eöa öörum hætti,
greinarhöfundum, auglýsendum, bók-
menntafræöistofnun fyrir rausnarlegt
framtak, nefndinni sem vann aö endur-
skoöun áskriftarskrár og síðast en ekki
síst Prentstofu G. Benediktssonar.
Kveöja
5