Mímir - 01.04.1986, Page 23

Mímir - 01.04.1986, Page 23
sem fæddir voru á ísafírði, þ.e. 47,2% þeirra báru fleiri nöfn en eitt. Fátíðust voru þau hins vegar í Rangárvallasýslu, þar hétu 9,1% manna Tafla 7 sýnir hversu margir af þeim sem hétu fleirnefnum í manntalinu 1910 og hversu mörg börn l'ædd árin 1921 — 50 hétu tveimur nöfnum, þremur nöfnum o.s.frv. Af töflunni sést að tvínefni eru algengust fleirnefna bæði árið 1910 og á árunum 1921 — 50. Auk þess að þau hafi aukist mjög frá manntalinu 1910 þá er athyglisvert að á þessu tímabili eykst það einnig að börnum séu gefín fleiri en tvö nöfn. Árið 1976 hefur líklega u.þ.b. 21 barn verið skírt þremur nöfnum, þ.e. u.þ.b. 0,5% árgangsins (sbr. Hagstofa Islands 1981:2+). Samkvæmt því hefur aftur dregið mjög úr því að þörnum séu gefin fleiri en tvö nöfn. 4.1. Voru til fleirnefni í fyrndinni? Það hefur verið viðtekin skoðun meðal fræðimanna að að fornu hafi ekki tíðkast að gefa íslenskum mönnum fleiri en eitt nafn. í manntalinu 1703 sé sá siður að skíra íslensk börn tveimur nöfnum því nýr siður sem sé að ryðja sér til rúms fyrir dönsk áhrif. Hermann Pálsson (1960:20—22) heldur því fram að þó að meginreglan hafi verið sú að ís- lenskum mönnum hafi verið gefið eitt nafn í fyrndinni þá hafi því brugðið fyrir bæði í heiðnum sið og eftir kristnitöku að íslendingar hétu tveimur nöfnum. Hann viðurkennir að oft geti verið nær ógerlegt að gera sér grein fyrir hvort menn hafi verið skírðir tveimur nöfnum eða hvort þeir hafi hlotið síðara nafn sitt sem fleirnefnum og næst fátíðust í Skaftafellssýslu en þar hétu 10,2% manna fleirnefnum (sbr. Hagstofa íslands 1915:14). viðurnefni síðar á ævinni. Honum þykir þó sennilegt að menn sem nefndir eru Helgi Bjól- an, Þórólf'ur Viligísls, Snæbjörn Galti, Ketill Brúsi, Eilífur Örn, Þorkell Leifur, o. s. frv. í Landnámu hafi heitið báðum þessurn nöfnum, þ. e. hann telur síðara nafnið vera mannsnafn en ekki viðurnefni eins og yfirleitt hefur verið talið. Til fulltingis þessari skoðun sinni vitnar Hermann (1960:20—21) í Hauksbók (1892—96:503 —504) en þar segirað menn hafi mjög borið tvö nöfn í fyrndinni. í kristnum sið telur Hermann vera næg dæmi sem sýni að menn hafi heitið tveimur nöfnum. Hann nefnir t. d. Böðvar Balta frá 12. öld, Magnús Agnar frá 13. öld og Eirík Njál frá 14. öld. Það að menn kenndu sig oft við síðara nafn feðra sinna, bæir voru oft kenndir við síðari nöfn ábúenda sinna og það að menn létu oft heita eftir ættingjum þannig að síðara nafnið eitt var notað telur Hermann allt benda til þess að bæði nöfnin hafi þótt álíka mikilvæg. Lornar heimildir styðji því þá skoðun að íslenskum mönnum hafi stundum verið gefin tvö mannsnöfn að fornu (sbr. Hermann Pálsson 1960:22). Halldór Halldórsson (1960:138 — 139) telur sjónarmið Hermanns Pálssonar (1960:20—22) athyglisvert þó hann telji Hermann ekki hafa rökstutt skoðun sína nógu vel. Hann bendir á 7 Sbr. Hagstofa íslands 1915:13 og Þorsteinn Þorsteins- son 1961:11. Tafla 77 1910 1921-50 Karlar Konur Sveinar Meyjar Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Tvínefni 8517 20,9% 10891 24,8% 20238 47,7% 19416 48,0% Þrínefni 463 1,1% 496 1,1% 1078 2,5% 929 2,3% Fjórnefni 15 0,0% 13 0,0% 20 0,1% 23 0,1% Fimmnefni 1 0,0% 1 0,0% — — 1 0,0% Sexnefni 1 0,0% — — — — — — 23

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.