Mímir - 01.04.1986, Side 24

Mímir - 01.04.1986, Side 24
að ef að Hermann hafi rétt fyrir sér þá hafi hinn forni siður að skíra börn tveimur nöfnum dáið út um hríð (ca. 15.—18. öld) því það sé greinilega nýr siður sem sé að koma upp fyrir dönsk áhrifí manntalinu 1703. Það verður sennilega seint sannað eða af- sannað hvort einhverjir íslendingar hétu tveimur nöfnum í fyrndinni. Rök Hermanns Pálssonar (1960:20—22) verða þó að teljast vafasöm. Setninguna: „ .. . menn hofdu þa og mioc ij nofn . ..“ í Hauksbók (1892—96:504) virðist út frá samhenginu eiga að túlka svo að menn hafi mjög borið samsett nöfn í fyrndinni, t.d. Þóroddur, Þórálfur o.s.frv. Einnig má benda á að synir erfðu oft viðurnefni feðra sinna, bæir voru kenndir við viðurnefni ábú- enda sinna og einnig eru til dæmi þess að við- urnefni hafi breyst í mannanöfn (sbr. Halldór Halldórsson 1960:139 og íslenzk mannanöfn 1915:7). 5. Algengustu nöfnin á hverjum tíma Töflur 8 og 9 sýna tíu algengustu karla- og kvennanöfn í manntölunum 1703, 1855, 1910, í þjóðskránni 1982 og tíu algengustu nafngjafir á árunum 1921 — 50, 1960, 1976 og 1980—82. Nöfnunum er raðað eftir tíðni þeirra 1703 en síðan eftir tíðni 1855, 1910 o.s.frv. 1 þýðir að nafnið er algengasta nafnið, þ.e. er í 1. sæti, 2 að nafnið er í 2. sæti, 3 að nafnið sé í 3. sæti o.s.frv. Á töflunum er einnig sýnt hvar í röð- inni tíðni tíu algengustu nafnanna á hverju tímabili er á öðrum tímabilum ° þýðir að nafn- ið kom fyrir en tíðni þess var innan við 1%. — þýðir að nafnið kom ekki fyrir. Tafla 8 1703 1855 1910 1982 1921 1931 1941 1960 1976 1980 Jón 1 1 1 1 -30 1 -40 1 -50 1 1 3 -82 3 Guðmundur 2 2 2 3 2 2 3 3 9 8 Bjarni 3 7 8 17 14 16 18 20 14 24 Sigurður 4 3 3 2 3 3 2 2 4 6 Ólafur 5 5 4 6 5 5 5 6 8 10 Magnús 6 4 5 7 6 7 6 9 20 19 Einar 7 6 7 8 8 6 10 14 12 9 Þorsteinn 8 12 14 26 23 28 23 18 ° ° Þórður 9 17 22 ° 0 0 0 ° 38 ° Árni 10 8 12 15 16 19 19 19 11 15 Gísli 11 9 11 24 20 18 21 30 30 ° Björn 12 10 10 11 15 11 11 15 15 17 Kristján 0 11 6 10 7 9 7 8 19 21 Jóhann ° 15 9 12 9 10 9 11 22 14 Gunnar ° 0 24 5 4 4 4 5 6 5 Kristinn — ° 18 22 10 8 13 12 33 24 Þór — — ° 4 ° 12 8 4 1 1 Helgi 0 23 15 13 11 13 12 7 17 16 Stefán ° 13 13 14 18 14 15 10 23 22 Örn — — ° 9 ° 30 14 13 2 2 Már 0 — ° 21 0 0 33 34 5 4 Ingi — 0 ° 19 ° 32 25 25 7 7 Freyr — — — ° ° ° 10 12 ° = nafnið kom fyrir, en tíðni þess var innan við 1 % — = nafnið kom ekki fyrir 24

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.