Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 26
Már, lngi, Ósk eða voru alls ekki til þá t.d.
Freyr, Björk, Dögg og Erla. Þannig eru karl-
mannsnöfnin Þór og Örn algengustu nafngjafir
drengja árið 1976 og árin 1980—1982, en meðal
stúlkna eru nöfnin Kristín og Guðrún algcngust
árið 1976 en Björk og María meðal stúlkna
sem fæddar eru 1980 — 1982 og búið er að skíra
árið 1982. Þó hefur ekki orðið meiri breyting á
nafnavali landsmanna en það að öll nöfn sem
náðu 1% tíðni í fyrri skýrslum eru enn við lýði
árið 1976 þó sum þeirra séu orðin mun óal-
gengari en áður var t.d. Þorsteinn, Þórður, Þur-
íður, Valgerður, Halldóra o.s.frv. (sbr. Hag-
stofa íslands 1981:2+). Nýbreytni í nafngjöfum
virðist því frekar auka fjölbreytnina en að ný
nöfn ryðji hinum eldri úr vegi, alla vega virðast
þau ekki ryðja þeim úr vegi sem algeng voru.
Samfara aukinni fjölbreytni í nafnavali fækk-
ar þeim að tiltölu sem bera algengustu nöfnin.
Árið 1703 hétu 23,4% karla á landinu Jón og
19,7% kvenna hétu Guðrún (sbr. fylgiskjöl).
Þetta samsvarar því að næstum fjórði hver
karlmaður og fimmta hver kona bar þessi nöfn.
Árið 1982 heita 5,2% karla Jón og 5,4%
kvenna Guðrún, en þessi nöfn eru þó enn al-
gengustu karla- og kvennanöfnin. Vinsældir
þessara nafna er erfitt að skýra. Sú mikla hylli
sem Jóns-nafnið hefur notið gæti þó stafað af
því að að því nafni stóðu þrír dýrlingar, þeir
Jón postuli, Jón skírari og hinn heilagi Jón Ög-
mundsson Hólabiskup. Helgi þessa nafns hefur
því verið mikil í hugum landsmanna og er lík-
legt að það hafi að einhverju leyti komið í stað-
inn fyrir nafn Þórs í alþýðutrúnni (sbr. Ólafur
Lárusson 1960:5—6 og Jón Jónsson 1902:689).
Hina auknu fjölbreytni í nafnavali og nafn-
gjafafækkun margra algengustu nafnanna á
þessari öld er e.t.v. hægt að skýra út frá þeirri
miklu breytingu sem orðið hefur á búsetu ís-
lendinga. Árið 1901 bjuggu 19,8% þjóðarinnar í
þéttbýli en 80,2% í dreifbýli. Á áttunda tug
aldarinnar höfðu þessi hlutföll snúist við því
þá búa 87,1% landsmanna í þéttbýli en 12,9% í
dreifbýli (sbr. Heimir Pálsson 1978:142 — 143).
Eftir því sem íbúum í þéttbýli fjölgar vaxa
óþægindin af því að heita mjög algengu nafni. I
sveitunum voru menn kenndir við bæi sína og
þá kom ekki svo mjög að sök þó margir menn
hétu sama nafninu. í borgum og bæjum er
þetta hins vegar erfiðara því þar dugir bústaða-
aðgreiningin ekki lengur (sbr. Þorsteinn Þor-
steinsson 1964:185 — 186).
Tafla 10
Nöfn karla Fjöldi nafna % Fjöldi nafnbera %
1703 10 2,6 12029 52,4
1855 10 1,9 14335 46,3
1910 10 0,9 16262 40,1
1982 10 0,5 36918 29,8
1921-50 10 0,8 15420 36,5
1960 10 1,9 824 33,2
1976 10 1,9 790 35,4
Nöfn kvenna
1703 10 2,9 13550 49,4
1855 10 1,9 15827 46,9
1910 10 0,8 20387 46,5
1982 10 0,4 39610 31,9
1921-50 10 0,7 16865 41,6
1960 10 2,1 938 40,5
1976 10 2,2 744 36,0
26