Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 48

Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 48
ann og finnst að eigi skilið að fá sinn sess í bók- menntunum. Eitt af því nýstárlega við YDD eru Ijóð sem eru full af heimspekilegum vangaveltum. „Sér nœr“ og ,,Sérðu það sem ég sé nei“ fjalla t.d. um takmörk og vandkvœði hinnar einstakl- ingsbundnuskynjunar á heiminum. Einnig má sjá óvenjulega, jafnvel súrrealiska málbeitingu í Ijóðunum ,,Rofhrif' og „Margbrot“. Hvernig fékkstu hugmyndina að því síðastnefnda? Já þetta ljóð „Margbrot“ virkar óvenjulegt en þó er það beinlínis ort út frá því sem lýst er. Þetta er maður sem horfir í gegnum rúðugler sem er dálítið bylgjótt eins og gler var gjarnan hér áður og að þessu leyti er myndin ákaflega hversdagsleg, en verður samt óvenjuleg. Ertu ekki að segja einhvern sannleik um listina sem speglun veruleikans? Já, eða kannski öllu heldur listina sem eitt- hvað sem maður skoðar Iífið í gegnum. Ætli það hafi ekki verið Zola sem sagði: Listin er brot veruleikans séð í gegnum skap (tempéra- ment). Þar er komin skýringin á franska gluggan- um og þá dettur manni annað Ijóð i hug,,Litið við hjá Lautreamont greifa í bakaleiðinni“. Hefur þú orðið fyrir áhrifum frá frönskum skáldum? Nei, ekki get ég nú sagt það. Ég hef ekki ver- ið neinn garpur að lesa mikið frönsk skáld. Þú þýddir nú samt Ijóð eftir Baudelaire í tímaritið SVART Á HVÍTU? Jú, jú, það gerði ég. Ég grautaði talsvert í hans skáldskap og þá sérstaklega hans hefð- bundnu ljóðum. Kannski vakti hann áhuga minn vegna þess að t.d. sonnettur hans lúta ströngu hefðbundnu formi, en eru byltingar- kenndar og „moderne“ í allri hugsun og með- ferð. Baudelaire minnir e.t.v. að þessu leyti á Stein Steinarr hér hjá okkur? Já, það er talsvert til í því. En varðandi yngri franska ljóðagerð þá hef ég haft ákaflega lítil kynni af henni og ef ég hef einhverjar súrreal- ískar tilhneigingar þá hef ég kynnst þeim hugs- unarhætti og þannig ljóðagerð í gegnum sænskt skáld sem ég held mikið upp á og heitir Gunn- ar Ekelöf. I Ijóðinu ,,Lenska“ er þjóðernispœlingin i fyrirrúmi, en í því er einhver hálfkœringur eða jafnvel tvískinnungur. Lokin eru svona: „Oss vantar svo sárlega íslenska heimspeki / og reykvíska goðafrœði". Hvað meinarðu með þessu Ijóði? Ég er að velta fyrir mér ýmsum frösuin sem hafa heyrst oft upp á síðkastið um ísland og ís- lenska menningu, sérstöðu okkar og þess hátt- ar. Ég er ekki að halda því fram sjálfur að okk- ur vanti heimspeki, a.m.k. ekki í þeim skiln- ingi að menn hafi ekki iðkað fræðigreinina heimspeki. Ég er miklu fremur að meina það að mér finnst að mörgu leyti að okkur íslend- inga nútímans vanti einhverja þjóðlega sér- stöðu sem einhvern veginn gæti verið innbyggð í fólk. Varðandi goðafræðina er það sennilega skorturinn á borgarmenningu sem veldur þess- um hugleiðingum. Það er svo stutt síðan við eignuðumst borg og sérhver borg verður að eiga sína goðafræði, en þetta er nú allt að koma, held ég. Þú spreytir þig á prósaljóðsforminu í YDDI? Já, ég hef fengið áhuga á þessu formi, prósa- ljóðinu. Það er dálítið sérstakt og reyndar hafa nú ýmsir fengist við þetta hér með góðum árangri. Ég var nýlega að glugga í gamla bók eftir Einar Braga og þar fann ég mjög góð prósaljóð sem ég var bara alveg búinn að gleyma. Er kannski eitthvað sem þú átt ósagt um Ijóð þín? Já. Það er kannski eitt sem ég vildi undir- strika. Ég varð var við það hjá mörgum sem skrifuðu um Ydd, að þeir gengu út frá því að nú hefðu orðið mikið tíðindi, þar sem ég hefði snúið baki við, eða hafnað hefðbundnu formi. Þetta er hinn mesti misskilningur, því ég lít svo á að þessar tvær aðferðir við að yrkja ljóð séu alveg fullkomlega jafnréttháar og mér finnst ekkert hæft í því að taka aðra fram yfir hina. Þá er kominn tími lil að snúa sér að prósa- verkum þínum. Þú gafst út smásagnasafnið 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.