Mímir - 01.04.1986, Side 50

Mímir - 01.04.1986, Side 50
fyrir hluti sem ég myndi aldrei gera núna. Þeg- ar ég t.d. lít í eitthvað löngu seinna sem ég hef látið frá mér fara, þá sé ég ýmislegt sem ég er ánægður með og finnst bara nokkuð gott, en svo sé ég líka fjöldann allan af öðrum atriðum, sem hefðu mjög auðveldlega getað verið betri eða einhvern veginn öðruvísi. Það myndi samt aldrei hvarfla að mér að fara að gera eins og sum skáld, að fara að enduryrkja og breyta því sem frá þeim er farið. Eg hef bara hreinlega ekki áhuga á slíku. Það er kannski lifsspursmál fyrir höfunda að vera ekki að velta of mikið vöngum yfir því sem þegar hefur birst eftir þá á prenti? Já, mér finnst það ákaflega mikilvægt. Ég held ef menn eru stöðugt að hugsa um það sem gert er, þá hljóti það að vera vísbending um að einhvers konar stöðnun sé gengin í garð. Þar með er ég ekki að segja að menn eigi alltaf að haga sínum skrifum eins og þeir væru tísku- hönnuðir eða eitthvað þvílíkt. Það verður að finna eitthvert nteðalhóf. Eitt af því sem einkennir margar smásagn- anna í OFSÖGUM SAGT er að ameríski her- inn kemur víða inn í þar með óvcmtum hœtti. Þetta gerist t.d. í báðum sögunum sem við rœddum um áðan. Ég geri ráð fyrir að þetta sé engin tilviljun? Nei, það er það að sjálfsögðu ekki. Það má segja að þetta sé dálítið banal ádeila á herinn og ég reikna ekki með að ég mundi skrifa slíka ádeilu á þennan hátt núna. Skáldsagan KYRR KJÖR kom út 1983. Hvernig fékkstu hugmyndina að þeirri sögu? Þegar ég var að lesa rímur og ýmis fræði þar að lútandi, þá varð Guðmundur Bergþórsson nú fljótlega á vegi mínum — ákaflega forvitni- legur maður strax við fyrstu sýn. Það er eins nreð mig og marga sem eru að fást við skriftir að maður er alltaf á snöpum eftir hugmyndum eða uppistöðum í eitthvað sem hægt er að vinna úr. Þú hefur strax komið auga á að hér var komin kjörin persóna í skáldverk? Já, og sérstaklega var það eitt atriði sem vakti athygli mína. Ég sá það í tölfræðiskýrslu sem Þorsteinn Þorsteinsson fyrrverandi hag- stofustjóri vann upp úr manntalinu frá 1703, að eini maðurinn á öllu landinu sem kallaður er skáld á þeim tíma og reyndar sá eini sem ber starfsheiti sem hefur eitthvað með list að gera, það er Guðmundur Bergþórsson. Hann lést árið 1705 og þegar manntalið er tekið er hann skráður í Brandsbúð á Arnarstapa. Eina starfandi skáldið á íslandi? Já, en þetta stafar auðvitað af því að allir aðrir menn sem voru skáld voru annaðhvort bændur eða prestar. En Guðmundur gat ekki verið neitt annað en skáld, eða þá örkumlamaður? Nei og eins líka hitt sem hljónrar eiginlega eins og þversögn að ef hann hefði ekki verið örkumlamaður þá hefði hann aldrei getað orð- ið skáld. Hann hefði aldrei fengið að Ieggja þetta fyrir sig sem starf, sem hann gerði. Fyrir utan það að kenna börnum þá var hann hreinlega atvinnurithöfundur. Hann skrifaði upp ljóð og orti eflaust iðulega eftir pöntunum. Lagðirðu mikla vinnu í heimildasöfnun? Já, ég lagði nokkra vinnu í þetta. Ég púslaði atburðarásinni saman upp úr ýmsum tiltækum heimildum, ekki síst þjóðsögum sem eru nokkrar til á prenti bæði hjá Jóni Árnasyni og Ólafi Davíðssyni. Síðan er til á Landsbókasafn- inu allmikil syrpa í handriti eftir Gísla Kon- ráðsson, þar sem hann hefur safnað saman öllu sem hann hefur komist yfir um Guðmund Bergþórsson. Þar er að finna bæði kvæði sem hann hefur skrifað upp eftir fólki og eins ýmsar sagnir um hann sem ekki eru í þjóðsagnasöfn- um. Oft er það bara einhver orðrómur, t.d. ef ég nefni eitt dæmi, þá fjallar hann dálítið um persónuna Silungabjörn sem kemur fyrir í sög- unni og spilar þar mikla rullu. Og þaðan er fyrirmyndin að Silungabirni komin? Já sko, það eru til þjóðsögur um hann hjá Jóni Árnasyni en þær tengjast ekki Guðmundi Bergþórssyni á neinn hátt þar. En hjá Gísla Konráðssyni stendur í einni línu að þeir hafi verið miklir vinir. Og þarfœrð þú hugmyndina? 50

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.