Mímir - 01.04.1986, Page 56

Mímir - 01.04.1986, Page 56
í morgun fór maðurinn á fætur í myrkrinu og klæddi sig án þess aö kveikja Ijós og afklæddist í þögn og læddist undir sængina angandi af ilmvatni og ég lést vera sofandi á meðan hann gekk út úr herberginu og bauð góðann daginn í hálfum hljóðum einsog hann vildi ekki vekja mig og lét einsog ekkert hefði í skorist þó hann hefði ekki komið heim frá því kvöldið áður og ég heyrði í honum frammi í eldhúsi og beið eftir að hann kæmi inn með morgunverðar- bakkann og kyssti mig angandi af víni og lét það ekki hafa áhrif á mig öll árin sem hann misþyrmdi líkama mínum eftir langa og draum- lausa nótt úthvíldur og endurnærður á meðan ég beið í myrkrinu og óskaði þess að hann færi að koma svo ég gæti haldið áfram að láta mig dreyma

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.