Mímir - 01.04.1986, Síða 70

Mímir - 01.04.1986, Síða 70
ar/u -> ek/únar / Silí'r___staðir a —> ar / Stein___staðir a —» iða / Tundr___staðir a -> ar / Víð___staðir u -> orgar / Vilp___staðir il(s) -> (r)ik(s) / Þyr__vellir6 Einfaldasta svarið við fyrstu spurningunni virðist vera: Það sem breytist er áherslulaust atkvæði (eitt eða lleiri) fyrri liðarins hvort sem það er -a-, -u-, -nað-, -aðar-, -ar-, -unnar-, -na- eða Svarið við annarri spurningunni liggur hins vegar ekki ljóst fyrir. Mér sýnist að áherslu- lausu atkvæðin geti tekið nánast hvaða breyt- ingum sem er og hefur mér ekki tekist að sjá neina reglu í því. Hér að framan var vitnað í ÞV þar sem minnst var á tilhneigingu til að skjóta g eða k inn á undan s + samhlj. Ekki er að sjá að þessi tilhneiging eigi stóran þátt í þeim breytingum sem áherslulausu atkvæðin verða fyrir því að aðeins sex örnefni af 24 fá g/k í þessu um- hverfi. Ef þessi örnefni eru skoðuð nánar má sjá að stofn fyrri liðarins endar á / eða r: (3) Bár -u- > Báreksstaðir Hugl -ar > Hugleiksstaðir Kór -a - > Kóreksstaðir Mýl -a- > Mýlaugsstaðir Silfr -ar/u- > Silfreksstaðir Þyr -ils- > Þiðriksvellir Er þarna um að ræða tilhneigingu til að skjóta g/k á milli l/r og s + samhlj.? Það er frekar hæpið, a.m.k. er þetta ekki almenn hljóðþreyt- ing því að þetta gerist ekki í örnefnum eins og Hallar- > Hallormsstaður og Trundra- > Tyndriðastaðir þrátt fyrir að stofn fyrri liðarins endi á I eða r. Það virðist því ekki mikið á þessu atriði að byggja. Svar við þriðju spurningunni liggur heldur ekki ljóst fyrir. Það sem kemur á undan hljóð- unum sem breytast, þ.e. áhersluatkvæði fyrri liðarins, getur varla skipt neinu máli; það virð- ist geta verið nánast hvað sem er. Það sem á eftir kemur gæti hins vegar skipt máli. Síðari 6 Eða bara: 1 —> k / i____s? liður flestra örnefnanna er -staðir (eða -staður). Það er hins vegar ekki nægjanlegt skilyrði fyrir ofangreindum breytingum því að íjölmörg dæmi eru um -staða-örnefni með tvíkvæða fyrri liði sem ekki hafa verið auknir miðstofni: Augastaðir, Brennistaðir, Brúnastaðir, Dönu- slaðir, Kinnarstaðir, Torfa-ZTorfustaðir o.fl. (um þessi örnefni sjá Grímni 1 og 2). Hvað er það þá sem ræður því að þessar breytingar verða í örnefnunum? Augljóst ein- kenni þessara örnefna er að öll eru þau tvíliða og er fyrri liður nær allra þeirra tvíkvæður. Undantekningar frá því síðarnefnda eru *Halfnaðar-/*Halfnanarhurð, *Hallaðarstaðir og e.t.v. *Boggsstaðir. Það er hins vegar útilok- að að hljóðbeygingarreglan verki á öll tvíliða örnefni með tvíkvæðan fyrri lið því að fjölmörg dæmi eru um tvíkvæða fyrri liði sem aldrei hafa verið auknir miðstofni eins og: Brúna- staðir/-vellir, Hörðudalur, Kinnarstaðir o.m.fl. (sjá Grímni 1 og 2). Af framansögðu dreg ég þá ályktun að inn- skot miðstofnsins sé ekki hljóðbreyting í nein- um venjulegum skilningi þess orðs. Mér hefur aðeins tekist að finna að breytingarnar snerta fyrst og frenrst áherslulaus(t) atkvæði fyrri liðar tvíliða örnefna. Mér hefur ekki tekist að sjá hvað það er í hljóðformi örnefnanna sem gæti valdið breytingunum né heldur hefur mér tek- ist að koma reglu yfir það hver útkoman er eft- ir breytingarnar. 2.3. Er innskot miðstofnsins einhvers konar orðmyndun? Ef innskot miðstofnsins er ekki hljóðbreyt- ing, er þá hugsanlegt að það sé einhvers konar orðmyndun? Orðin sem ÞV notar yfir þetta fyrirbæri, „miðstofn“ eða „miðliður", gefa reyndar til kynna að þarna sé um eitthvað slíkt að ræða, þ.e. að heilu morfemi (eða jafnvel morfemum) sé skotið inn í örnefnin í stað áherslulauss atkvæðis fyrri liðarins. Hér á eftir fer yfirlit yfir miðstofnsörnefni þar sem sýnt er: í fyrsta lagi stofn fyrri liðarins og þær breyting- ar sem hann verður fyrir við innskotið (um breytingar sem stofnanir eiga að hafa orðið fyr- 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.