Mímir - 01.04.1986, Page 80
„Silfrastader, kallast nú nýlega af sumum Silf-
runastader“ 1713 Jarðabók
Silfra- 1840 Sóknarlýsing
Silfrúnar- 1862 ÞjsJA
Silfra- sama, 1930 Bæjatal
Eftir staðháttalýsingu og tilvísun í svipuð ör-
nefni hér á landi og annars staðar á Norður-
löndum, segir: „verður að telja líklegt, að S.
geymi eldra nafn Norðurár, sem heitið hafi
*Silfra eða *Silfr kvk. í öndverðu og bærinn þá
*Silfru- eða Silfrarstaðir (sbr. ritháttinn 1448)“
(Grímnir 1:127).
Svo virðist sem Silfrastaðir sé upprunalegra
en Silfreks- eða Silfrúnarstaðir. Ef Norðurá
hefur einhvern tíma heitið *Silfra eða *Silfr þá
er skiljanlegt að menn hafi reynt að gera fyrri
lið bæjarnafnsins Silfrastaðir skiljanlegri eftir
að hið forna nafn árinnar var gleymt (eða hvað
svo sem fyrri liðurinn merkti). Silfreksstaðir og
Silfrúnarstaðir gætu því verið alþýðuskýringar.
3.21 Steinarsstaðir 8ÞV 1971a:580,1978:106-
7)
Ekki er getið um það hvar Steinarsstaðir eru
og í JbÁM hef ég ekki fundið neinn bæ með
þessu nafni.
Um þetta örnefni segir aðeins: „Steina- >
Steinarsstaðir“ og er það talið með miðstofns-
örnefnum.
Á meðan ég hef ekki frekari vitneskju um
rithætti hef ég raunar litlu við þetta að bæta
nema hvað að ég á erfitt með að koma auga á
miðstofninn í þessu örnefni.
3.22 Tyndriðastaðir (ÞV I971a:580)
hann nefndur Tundrastader (JbÁM 11:35).
ÞV getur ekki um það hvar þessi bær sé en í
JbÁM er bær með þessu nafni í Grýtubakkahr.
S-Þing.: ’,Tyndridastader, kallast almennilega
Tyndrastader“ (JbÁM 11:56). Á öðrum stað er
hann nefndur Tundrastader (JbÁM 11:35).
Um þetta örnefni segir: „Tundra-
(1318/1639; jfr. ánavnet Tundra i No.) >
Tindra- (1703) > Tyndriða-staðir (1712)“ (ÞV
1971a:580).
Ekki veit ég hvað Tundra- eða Tindra- kann
að hafa merkt en ekki er ólíklegt að það hafi
verið fyrri alda mönnum jafn framandi og mér,
og þess vegna hafi það kallað á alþýðuskýr-
ingu. Hins vegar þykir mér Tyndriða- lítið
kunnuglegra en e.t.v. á það að vera mannsnafn.
3.23 Viðarsstaðir (ÞV 1978:107)
Um staðsetningu þessa bæjar er ekki getið og
ekki hef ég fundið hans getið í JbÁM en vera
má að þetta sé sami bær og nú er nefndur
Víðastaðir í Hjaltastaðarhr. N-Múl.
Það eina sem ég hef séð um þetta örnefni í
ritum ÞV er „Víða- > ViðarsstaðiV‘ (ÞV
1978:107) og skortir mig frekari vitneskju um
rithætti þess svo og um merkingu fyrri liðarins
Viða- til að geta sagt um það eitthvað af viti. Ég
á raunar erfitt með að sjá hvar miðstofn þess
er.
3.24 Vilborgarstaðir (ÞV 1969:109, 1971a:
580)
Ekki er þess getið hvar þessi bær sé en í
JbÁM (1:5—6, 7, 8 og 23) eru nefndir Vilborg-
arstader í Vestmannaeyjum.
„*Vilpu- (efter kilden Vilpa) > Vilborgar-
staðir“ (ÞV 1971a:580). Ekki eru færð frekari
rök fyrir þessari breytingu og án þeirra verður
hún að teljast harla ólíkleg.
3.25 Þiðriksvellir (ÞV 1969b: 108)
ÞV getur ekki um það hvar á landinu þetta
örnefni er að finna en í JbÁM (7:394—5) eru
Þidriksveller í Staðarhr. (nú Hrófbergshr.)
Strand.
Um þetta örnefni segir aðeins: „Þyrilsvellir >
Þiðriksvellir“ (ÞV 1969b: 108) og er fáu við það
að bæta enda hef ég ekki frekari vitneskju um
rithætti þess.
5. Að lokum
Af eftirfarandi ástæðum tel ég ákaflega hæp-
ið að inn í örnefni þau sem hér hafa verið til
umfjöllunar hafi verið skotið nokkru sem
verðskuldi heitið „miðstofn“:
80