Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 82

Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 82
Guðni Elísson: Ljóðagerð Jóhannesar úr Kötlum Prófritgerð þessi var samin í nám- skeiði Njarðar P. Njarðvík Ljóðagerð eftir 1880 vorið 1985 og birtist hér nær óbreytt. I Ritgerð þessi fjallar um þróunina í ljóðlist Jóhannesar úr Kötlum (1899 — 1972). Jóhannes var svo að segja jafnaldri aldarinnar og í kveð- skap hans má finna þá meginþróun sem varð á íslenskri ljóðlist á fyrstu þremur aldarfjórðung- unum. Þannig tekur kveðskapur Jóhannesar stöðugum breytingum, er alltaf sínýr, en þrátt fyrir það haldast viss höfundareinkenni, vissar lífsskoðanir allan hans skáldskaparferil. í ljóðþróun sinni fylgir hann brautryðjendunum fast eftir og hefur upp merki þeirra. T.d. hlýtur hann að hafa orðið kærkominn fylgismaður ungu atómskáldanna á sínum tíma þar sem hann hafði þá um langt skeið verið viðurkennt skáld og haldið uppi hinni íslensku ljóðhefð. í stórum dráttum má segja að þróunin í kveðskap Jóhannesar hafí verið frá nýróman- tískum æskuljóðum yfir í baráttu- og byltingar- kveðskap og þaðan síðan yfir í eins konar mód- ernisma (reyndar var hann mun minni mód- ernisti en atómskáldin svokölluðu og þau voru langt í frá hreinræktaðir módernistar). Vissu- lega skarast þessir þrír þættir verulega, t.d. má finna hin sósíalísku baráttuljóð alls staðar, það eimirjafnvel af þeim í hinum þjóðemisróman- tíska kveðskap fyrstu bóka hans (reyndar í trúarkveðskap) og einnig er þessar hugsjónir að 82 finna í síðustu verkum hans þótt ýmis von- brigði hafi slæft eggjarnar. Því að hann glataði aldrei trúnni á verkalýðinn, á þjóð sína þótt hann missti trúna á Stalín og kommúnisminn væri honum eflaust ekki jafnheilagur og áður. En vissulega verður því ekki neitað að bylt- ingarkveðskapurinn er langfyrirferðarmestur á árum Rauðra penna og á fyrstu útgáfuárum Máls og menningar. Nú er rétt að líta á hvert skáldskaparskeið fyrir sig og tína til helstu einkenni þess um leið og hafa verður augun opin fyrir þeirri þróun sem hann tekur. 2 Þegar fjalla á um höfundareinkenni Jóhann- esar úr Kötlum í jafnskömmu máli og hér verður gert er nauðsyniegt að stikla á stóru og fara fljótt yfir sögu. Því er aðeins unnt að tæpa á því mikilvægasta í hinum nýrómantíska kveðskap Jóhannesar úr Kötlum enda er það eflaust hið veigaminnsta í höfundarverki hans, það vakti að minnsta kosti minnstu athyglina. Þær bækur Jóhannesar sem sverja sig mest í ætt við nýrómantíkina eru Bí, bí og blaka (1926) og Álftirnar kvaka (1929). Þegar í 3. bók- inni Ég læt sem ég sofi (1932) hafa hin róman- tísku æskuljóð þokað að nokkru leyti fyrir hvössum ádeilu- og byltingarkveðskap í anda sósíalískrar jafnaðarstefnu. Lítum nú aðeins á hina rómantísku lífssýn sem birtist í fyrstu ljóðum Jóhannesar. 1) Náttúrudýrkunin. Hún kemur víða fram í j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.