Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 93

Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 93
Starfsannáll Mímis 1983-1984 Þeir sem skipuðu stjórn Mímis árið 1983 — 1984 voru Valtýr Valtýsson formaður, Katrín Tryggvadóttir gjaldkeri og Jóhannes Jó- hannsson ritari. Meðstjórnendur voru Jóhann- es Gísli Jónsson fulltrúi ritnefndar og síðar Arnhildur Arnaldsdóttir og Anna Bragadóttir fulltrúi skemmtinefndar. Stjórnin stóð fyrir tveim fræðslufundum á árinu. Sá fyrri var haldinn 29. nóv. 1983 og þar var til umræðu „íslenskur framburðurA Frum- mælendur voru Ævar R. Kvaran og Kristján Arnason og fundarmenn voru á milli 60 og 70. Síðari fundurinn var 21. mars 1984. Þar flutti Flaraldur Bessason ágætan fyrirlestur um Völ- undarkviðu en um 20 manns hlýddu á. Einn almennur félagsfundur var haldinn á árinu og umræðuefnið var tillögur um nýskip- an íslenskunáms til B.A. prófs. Vilhjálmur í. Sigurjónsson var frummælandi og reifaði hann tillögurnar sem fólu í sér töluverða breytingu á námskeiðum og þá einkum á fyrsta ári. Mjög voru skoðanir skiptar um þetta mál og var því að lokum vísað til námsnefndar. Flaldinn var kynningarfundur fyrir 1. árs nema þar sem starfsemi Mímis var kynnt einn- ig voru á fundinum fulltrúar stúdentaráðs sem gerðu grein fyrir ástandi lánamála 1. árs nema. Ekki var áhugi nýnema mikill á þessum mál- um því einungis fimm komu á þennan fund. Skemmtanahald á vegum Mímis var í hefð- bundnum stíl. Kraftakvöld var haldið 11. nóv- ember í Drangey Síðumúla 35. Þar sýndi Skúli Pálsson töfrabrögð og Málfræðingakvartettinn söng nokkur lög við góðar undirtektir. Guðni Olgeirsson sá síðan um að fólk gat iðkað dans- mennt að vild. Jólarannsóknaræfingin var 17. des. í FS. Hún var að þessu sinni í höndum sagnfræðinema en Mímir aðstoðaði við framkvæmd hennar og fékk í sinn hlut 'h ágóðans. Ræðumaður kvöldsins var Davíð Erlingsson og fjallaði ræða hans um Auðunar þátt vest- firska. Fjörugar umræður urðu að lokinni ræð- unni og síðan var stiginn dans fram eftir nóttu. Þorrablótið var haldið á góunni í Drangey við dræma aðsókn. Heiðursgestur kvöldsins var Heimir Pálsson og rifjaði hann upp fornar minningar frá veru sinni í Mími. Vorrannsóknarferð var farin 14. apríl undir fararstjórn Vésteins Ólasonar. Ferðast var um uppsveitir Árnessýslu og var það mál manna að ferðin hefði tekist með ágætum. Ekki gat orðið af því að farið yrði í haustrannsóknarferð i valdatíð þessarar stjórnar og var ástæðan verkfall BSRB. Símaskrá Mímis var samkvæmt venju gefin út á haustdögum en af öðrum ritum segir held- ur fátt. Blað íslenskunema Mímir kom ekki út á árinu og voru til þess ýmsar ástæður sem ekki verða tíundaðar hér. Síðasta verk stjórnar Mímis 1983 — 1984 var að leggja til að lögum Mímis yrði breytt í þá veru að skemmtinefnd yrði lögð niður en í þess stað kosinn Ijórði maður í stjórnina. Þessar breytingar voru samþykktar á aðalfundi Mímis 29. október 1984. Ástæðan fyrir því að skemmtinefnd var lögð niður var sú, að á und- anförnum árum hefur hún ekki gegnt sínu hlutverki og stjórnin því séð um að halda þær skemmtanir sem haldnar hafa verið. Að svo mæltu læt ég þessum annál ársins 1983-1984 lokið. Jóhannes Jóhannsson, ritari. Starfsannáll Mímis 1984-1985 Stjórn Mímis veturinn 1984—1985 var skip- uð eftirfarandi: Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður Þorsteinn G. Gunnarsson, gjaldkeri Hulda Sigtryggsdóttir, ritari Halldóra Sigurðardóttir, meðstjórnandi Kjartan Árnason, fulltrúi ritnefndar 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.