Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 5
Nokkur orð frá ritnefnd
Mímir, blað félags stúdenta í íslenskum fræðum,
lítur nú dagsins ljós í 45. sinn. Þetta er í annað
skipti á þessu ári sem blaðið kemur út, en sérstök
útgáfa vegna afmælisþings Mímis á síðasta ári
hefur þegar ratað til dyggra lesenda. Þessi útgáfa
Mímis ber nokkurn keim af því, á þann hátt að
ýmislegt sem undir venjulegum kringumstæðum
væri í blaðinu er þar ekki. Venjan hefur verið sú
að jafnt nemendur í íslensku og aðrir sem lengra
eru komnir hafa átt efni í Mími, en svo er ekki að
þessu sinni. Blaðið er eingöngu byggt á efni frá
nenrendum, enda birtust tuttugu og tvær greinar í
afmælisritinu, skrifaðar af hinum ýmsu fræði-
mönnum. Vegna afmælisblaðsins var ákveðið að
þessi Mímir kæmi seinna út en venjan hefur verið,
svo útgáfumar rækjust ekki á.
í gegnum tíðina hafa tölublöð Mímis verið með
ýmsu sniði, allt frá því að vera stútfull af slúðri og
félagslífsmyndum, niður í að geyma einungis þrjár
ritgerðir. Nú allra síðustu árin hefur Mímir fengið
fræðilegra yfirbragð en verið hafði, og þeirri stefnu
fylgir þessi ritstjóm. Ekki svo að skilja að blaðið
eigi að vera þurrt og leiðinlegt, heldur vonast rit-
stjóm eftir að það haldi áfram að vera vettvangur
líflegrar umræðu um íslenskt mál og bókmenntir.
Að venju kennir ýmissa grasa í Mími, greinar
um skáldskap og málfræði eru fyrirferðarmiklar
sem fyrr, skólaárið síðasta er gert upp, sagt er frá
ljóðasamkeppni sem blaðið stóð fyrir, ljóð á
íslensku eftir erlendan stúdent eru birt og einnig er
að finna vangaveltur um samkenni dróttkvæða-
skáldskapar og rapps. Ritnefnd barst það mikið af
efni í blaðið að til að geta gert því prenthæfasta
skil, varð að sleppa því að birta viðtöl, en þau hafa
í gegnum tíðina verið drjúgur hluti af efni Mímis.
Það er von okkar að blaðið gefi nokkia mynd af
því helsta sem nemar í íslensku eru að fást við um
þessar mundir, hvort sem er í málfræði eða bók-
menntum og verði sem flestum til gagns, og einnig
nokkurs gamans. Góða skemmtun.
Elín Una Jónsdóttir
Hafþór Ragnarsson
Ingimar Karl Helgason
3