Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 7
að miðast við framburð þeirra í nútímamáli en ekki
uppruna.4 5 Konráð segir að greinin Leiðarvísir til
að kenna b0rnum að lesa í tímaritinu Armanni á
Alþingi 4 (1832:66-83) eftir Áma Helgason hafi
vakið sig til umhugsunar um stafsetningarmál. í
þeirri grein segir Árni meðal annars að bera eigi
stafina c, k og q alla fram sem k og að z, x og y séu
í raun óþarfir stafir í íslenzku. Árni vill þó ekki
taka upp framburðarstafsetningu og gagnrýnir
Konráð hann fyrir það og segir: „ ... enn það er
samt höfuðágalli á ritgjörðinni, að hún stífir ofanaf
illgresinu, enn reínir ekki til, að kippa því upp, og
ræta so niður annað sem betra er“ (Fjölnir 1836:8).
Síðan snýr Konráð sér að því að búa til staf-
setningu byggða á framburðarreglunni og upp úr
þeirri tilraun hans varð til Fjölnisstafsetningin (sjá
Excursus I).
Excursus I: Konráð tók öll íslenzku skriftáknin fyrir og
komst að því hve mörg skriftákn vom nauðsynleg ef
eingöngu var nriðað við framburð en ekki uppruna í
stafsetningu.
Konráð byrjar á því að fækka sérhljóðatáknunum úr
14 niður í 8. Hann losar sig við y og ý því þau hljóma
eins og i og í. Hann leggur niður é (og é sem er í raun
sami stafurinn) og skrifar það je eftir framburði. Síðan
fellir hann burt táknin æ, ó og á og skrifar tvíhljóðin,
sem þau standa fyrir: aí, oú og aú. Eru þá horfin á braut
táknin y, ý, é, á, ó ogæ og eftir standa átta sérhljóð: a, e,
i, o, u, í, ú og ö. Tvíhljóðið au vill hann láta skrifa öí og
ey sem eí.
Næst snýr Konráð sér að samhljóðunum og segir
þetta um þau þeirra (c, q, z og x) sem hann telur óþörf
(Fjölnir 1836:14-15):
4 „ ... vona'r mig lesandanum liggi það í augum uppi, hvur jeg vil að sje -
ekki aðalregla, heldur - eínkaregla stafsetníngarinnar; og er það
frammburðurinn“ (Fjölnir 1836:34).
Sum orða Konráðs yfir málfræðihugtök koma spánskt fyrir sjónir og
eru sum þeirra ef til vill nýyrði hans. Til að mynda notar hann orðin
límingur ‘tvíhljóð’, kynlaust ‘hvorugkyn’, missandi ‘ablativus’, broddur
fyrir eldra orðið áherslumerki, breyting ‘beyging’, eintili ‘eintala’,
fleirtili ‘fleirtala’, samfellingur ‘samsett orð, samsetning’, framliður
‘fyrri hluti samsetts orðs’, samstöfufræði ‘beygingarfræði’, tungnafræði
„ ... = málfræði, er = Lingvistik, enn ekki Filologi“ (Fjölnir 1836:27) og
afleiðingarháttur ‘viðtengingarháttur’. í formálanum að Dönsku
orðabókinni (1851:IV) segir Konráð að málfræðiorð notuð í henni séu
„tekin annaÓhvort úr Snorra Eddu eða eptir Rask eða Dr. Sveinbimi
Egilssyni en fáu breytt“.
Það er vonandi, hvur maður gjeti sjeð, að c, q, z, x
eíga vel heímangeíngt; því first og fremst þá eru c og
q ekkjert, nema sama eíns og k, og hvað erinu
viðvíkur, irði ekki stórvægilegt epter af því, ef að
(lint) g, k og í hirfi burt úr málinu ... Nú er z-an
(setan) eptir, og má hún vel missa sig, ekki síður enn
c, q, x; því eínginn kveður að henni, nje á að kveða
að henni, öðruvísi enn eisi.
En Konráð fækkar ekki aðeins skriftáknum heldur
bætir hann einnig við. Hann tók eftir muninum á lok-
hljóðs g og önghljóðs g og hefur sér tákn fyrir það ‘£\
Hann rökstyður aðgreininguna með því að ð er aðskilið
frá d og eins eigi önghljóðs g að vera skilið frá lokhljóðs
g í stafsetningu: „Finnur ekki hvur maður, að gjið í og
lætur öðruvísi enn gjið í lognT'A Eftir þetta er Konráð
kominn með eftirfarandi stafróf: a, (á), b, d, ð, e, f, g, £,
h, i, í, j, k, 1, m, n, o, (ó), p, r, s, t, u, ú, v, þ, (æ), ö. „Enn
það eru alls 29 mindir; þó eru hljóðin ekki nema 26“
(Fjölnir 1836:16).7
Eftir að hafa þannig búið til nýtt íslenzkt stafróf
hefði verið rökrétt næsta skref að taka það óbreytt
upp í Fjölni en Konráð og Fjölnismenn vildu ekki
ganga strax alla leið: „ ... og ollir því ekki skortur á
sannfæríngu, heldur hlífð við lesandann“ (Fjölnir
1836:19). Þess vegna var skriftáknunum á, ó, æ og
au haldið í stafsetningunni sem tekin var upp í
Fjölni. Ekki var heldur skrifað gji, gjí, kji, kjí, gjei
og kjeí; ,,[þó] er j aungvu síður heíranlegt ... og
ætti því að vera aungvu síður sjáanlegf ‘ (Fjölnir
1836:17). Þrátt fyrir þessa tilraun til þess að gera
stafsetningamýmælin „notendavænni" mætti
Fjölnisstafsetningin mikilli andstöðu og var tekin
upp af sárafáum.
I stuttri grein í ágústhefti Sunnanpóstsins 1836
kom fram gagnrýni á Fjölnisstafsetninguna.8 Var
þar meðal annars sagt að afleiðingar hinnar nýju
^ Konráð þóttist meira að segja taka eftir þriðja y-inu á milli / og n og n
og n, t.a.m. í öngl og hangnir. „ ... er það lint g, eða ní gje-tegund, soað
gjein sjeu þrjú í allt?“ (Fjölnir 1836:16). Ekki er Konráð alveg viss um
það hvort hann tekur rétt eftir og hefur ýmsa fyrirvara eins og hans var
háttur: „Þar eð mig vantar að heíra þetta nógu glöggt, af því jeg hef ní-
tekið eptir þessu hljóði, stoðar ekki að veíta neínn úrskurð í þetta sinn, og
því síður búa til nítt merki“ (Fjölnir 1836:16).
^ Mismunurinn skýrist á því að táknunum ‘á’, ‘ó’ og ‘æ’ er ennþá haldið
þama inni í stafrófinu: „ ... það ofbiði auganu, að sjá aírið = ærið, aúvalt
= ávalt, oúheppið = óheppið, o. s. fr. “ (Fjölnir 1836:17).
^ Spurning med svari Arnabjprns. Sunnanpósturinn 2 (1836): 124-126.
Þessi grein gæti verið eftir Sveinbjöm Egilsson (sbr. Jón Aðalstein
Jónsson 1959:81).
5