Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 41

Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 41
Svipaða sögu segir Melabók: þar gerðisk saga þeira Þorbjamar ok Hávarðar ens halta.7 Hávarður halti er án efa sá Hávarður sem sagan fjallar um (sbr. konu hans og son), aftur á móti er eitt og annað ólíkt með frásögnum Landnámu og Hávaröar sögu og hefur það orðið fræðimönnum tilefni til að ætla að til hafi verið eldri Hávarðar saga sem tekin hafi verið upp í LandnámuSíðar hafi önnur Hávarðar saga verið samin og telja sumir fræðimenn að höfundur yngri sögunnar hafi annaðhvort heyrt söguna af Hávarði eða lesið hana og skrifað hana upp eftir minni og er ruglingurinn á staðháttum og persónum, miðað við Landnámu, skýrður með því að höfundinn hafi misminnt og þá rifjað upp er Jón Grunnvíkingur skrifaði upp fyrri hluta Heiöarvíga sögu (sbr. IF VI: lxxxviii, BMÓ.: 141). 1.2.1 I Landnámu er frásögn af viðureign Ljóts hins spaka á Ingjaldssandi og sona Gríms kggurs CSturlubók): Þat haust var veginn Þorbjprn Þjóðreksson. Um várit sat Ljótr at þrælum sínum á hæð einni ... Þeir Kpgurssynir hljópu á hæðina og hjpggu til hans báðir í senn; ... Þeir Grímssynir fóru til Hávarðar halta. Eyjólfur grái veitti þeim pllum ok Steingrímr son hans. (Landn.: 185-6) Umtalsverð líkindi eru með frásögninni í Land- námu og þeirrar sem er í 14. kafla Hávarðar sögu, sagan af Hólmgöngu-Ljóti. Þó eru þær ekki eins og hafa fræðimenn því ætlað (sbr. 1.2) að höfundur hafi tekið frásögnina upp í söguna en mismunur þeirra stafi af misminni höfundarins. Aftur á móti er allt eins líklegt að þessi kafli sé mjög meðvitað innskot hjá höfundinum, sem merkja má af því hvernig hann rammar frásögnina inn.9 I lok 13. kafla Hávarðar sögu segir: 7 Landn.: 159, útgefandi segir að hér sé stuðst við glataða Hávarðar sögu (sbr. 159 nm. 6) ^ Sjá t.d. BMÓ: 135-6 og ÍF VI: lxxxv-lxxxix, þar sem helstu röksemdir eru raktar. 9 Sbr. einnig Ömólfur Thorsson (1990: 38) sem þó telur ósannað að höfundur Hávarðar sögu hafi stuðst við Landnámu í þessum kafla. Ég tel það hins vegar mjög ólíklegt að frásögnin sé komin annarsstaðar frá, enda eru efnisleg líkindi umtalsverð. Hverfum nú frá, er þeir sitja á Eyri með Steinþóri í góðum fagnaði og með miklum kostnaði. (336) Og í upphafi 15. kafla sögunnar segir: Nú er þar til að taka, að þeir sitja á Eyri allir saman vel haldnir. (341) Þessi orð bera þess vitni að sögnin af Hólmgöngu- Ljóti sé meðvitað innskot höfundarins og hún, ásamt fleiri frásögnum, ber vitni um vinnubrögð höfundar við samningu Hávarðar sögu. Er þá til þess að taka að Hávarður sjálfur er án efa ættaður úr Landnámu og má því til stuðnings benda á kaflann í upphafslýsingu Hávarðar, þar sem höfundur skýrir sérstaklega hvers vegna Hávarður er haltur, þó að það komi sögunni sjáifri lítið við.10 Nú er þetta ekki eina röksemdin fyrir því að Hávarðarsaga sé frumsamin Islendinga- saga, því varðveislu hennar er þannig háttað að það má kalla varasamt að gera ráð fyrir eldri sögu, eingöngu með hliðsjón af frásögnum Landnámu.n 1.3 Fræðintenn hafa lengst af verið sammála um að Hávarðar saga sé samin heldur seint. Hefur hún þá verið talin samin um 1300.12 Bjöm M. Ólsen telur söguna samda um þetta leyti og nefnir því til stuðnings notkun orðsins lpgmaðr í sögunni.13 Orðið lögmaður virðist fyrst koma til sögunnar með lögbókunum Járnsíðu og Jónsbók (1271-1281) og liggur þá beint við að sagan sé yngri en lögbækumar. Aftur á móti er ekki þar með sagt að Hávarðar saga 10 Sbr. það sem segir í 2. og 4. kafla kafla þessarar ritgerðar. Þar kemur víða fram hvernig höfundur Hávarðar sögu hefur stuðst við ritaðar sögur. 11 Ég verð þó að taka það fram að ég hef ekki haft tök á að kynna mér tengslin við Landnámabækur til hlítar, en bendi þó á að menn eru ekki á eitt sáttir um það hvernig sambandi Landnámabóka er háttað og þ.a.l. hvemig sambandi annara rita við Landnámu er háttað. Meðan ósætti ríkir um Landnámumál er því varasamt að gera ráð fyrir sögum eins og eldri Hávarðar sögu, sem byggja eingöngu á röksemdum eins og þeim sem hér eru ræddar. Um Landnámumál, Sjá t.d. Sveinbjörn Rafnsson. 1976. 213-238, einkum 213-215 12 í töflu Ömólfs Thorssonar 1990: 35, er sagan talin samin um 1300. í inngangi sögunnar í íslenskum fomritum VI gildir sú tímasetning. í íslenskri bókmenntasögu II. 1993: 42, er sagan tímasett á bilinu 1300- 1450 ásamt öðrum unglegum sögum. T.d. ÍF VI: 293 „Þorkell var lggmaðr þeira ísfirðinga.“ Sjá einnig ÍF VI: lxxxix 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.