Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 40

Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 40
Ingimar Karl Helgason Um Hávarð ísfirðing 1. Inngangur 1.0 Þegar unnið er með sögu eins og Hávarðar sögu Isfirðings, eru margir þættir sem at- hugandi þarf að hafa í huga; ekki er hægt að fara með hana eins og um nútímaverk væri að ræða heldur þarf að velta fyrir sér varð- veislu sögunnar, hugsanlegum ritunartíma og þar með þeim hugmyndaheim sem sagan virðist helst tilheyra.1 Því skiptir það miklu máli fyrir túlkanda að geta gert sér a.m.k. einhverjar hugmyndir urn rit- unartímann, m.a. vegna stöðu sögunnar innan sagnahefðarinnar, ef hægt er að tala um slíkt. Hér verður fyrst fjallað lítillega um þessi atriði og þráðurinn tekinn upp í 4. kafla þessarar greinar. I 2. og 3. kafla, sem eru meginefni greinarinnar, er fjallað um Hávarð Isfirðing og sýnt hvernig höfundur fer ýmsar krókaleiðir við lýsingu hans og ennfremur aðra bókmenntalega þætti sem snúa að sögunni.2 1 Eins og bent hefur verið á sjá t.d. Bjami Guðnason. (1993: 9-17) og Hermann Pálsson (1984). Þó svo að skoðanir þeirra fari vissulega ekki saman, leggja þeir báðir áherslu á að við rannsóknir á fomsögum þurfi að hafa hugmyndaheim þeirra til hliðsjónar við athuganir. 2 Rétt er að taka fram að allar tilvísanir til Hávarðar sögu eru til útgáfu sögunnar í íslenskum fornritum og blaðsíðutöl í þeirri útgáfu eru höfð í sviga á eftir þeim tilvitninum. 2 Sbr. ÍF VI: xcvii og BK.: i-xviii sem fjallar ítarlega um handrit sögunnar ^ Sjá. BKÞ: ix, útgefendur hafa ekki tekið lesbrigði úr þessu handriti sem er „omtrent ordret som i 502, ...“(BKÞ: ix). Er þar átt við annað aðalhandrit sögunnar í útgáfum, AM 502 4to, sem m.a. er annað aðalhandrit í útgáfu Islenskra fornrita. 1.1 Hávarðar saga er einungis varðveitt í tiltölulega ungum pappírshandritum, þau elstu frá 17. öld.3 Er þeim iðulega skipt í tvo flokka þó að ekki sé mikill munur þar á. Þessi handrit eru talin eiga rætur að rekja til gamallar skinnbókar, einkum vegna unt- mæla Jóns Eggertssonar sem skrifaði upp það handrit sögunnar sem ber safnmarkið Papp. fol. nr. 60 í konunglega bókasafninu i Stokkhólmi. Þar segir: „Þesse framann skrifud Isfirdinga Saga, ... Var skrifud Epter mipg gamallre membrana, ...“4 Það má velta vöngum yfir því hvað Jón eigi við með þessum orðum, en bent hefur verið á að Jón Eggertsson hafi ekki verið mjög sérfróður um aldur handrita.5 Bjöm Karel telur þó að forrit Jóns hafi ekki getað verið yngra en frá 16. öld (sbr. BKÞ: xviii). Það er því ljóst að handritin gefa lítinn vitnis- burð um aldur sögunnar og verður þá að huga að öðrum þáttum til aldursgreiningar. 1.2 Fræðimönnum hefur löngum orðið tíðrætt um hina eldri Hávarðar sögu, og þar nefnt máli sínu til stuðnings ummæli Sturlubókar Landnámu þar sem minnst er á Hávarð halta: Þar í Laugardal bjó síðar Þorbjprn Þjóðreksson, er vá Óláf, son Hávarðar halta ok Bjargeyjar Valbrands- dóttur; þar af gerðisk saga Isfirðinga ok víg Þor- bjarnar. (Landn.: 190) Og ennfremur: ... ok Bjargeyjar, er átti Hávarðr halti, þeira son var Óláfr.6 5 Sbr. einnig ummæli Jóns Helgasonar.1958: 89: „Ekki hetur Jón [Eggertsson] haft meira vit á handritum en hver annar,...“ 6 Landn.: 187, útgefandi segir að hér sé stuðst við glataða Hávarðar sögu (sbr. 187 nm. 11), þessi frásögn er reyndar líka í Hauksbók (189) 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.