Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 60

Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 60
Oldirtybastard eru einnig grúbbur í þessum hóp og hér kemur skáldaparadís Haralds hárfagra upp í hugann, með þá Þjóðólf úr Hvini og Þorbjöm hornklofa fremsta í flokki. Skáldskapurinn virðist í báðum þessum samfélögum vera samofinn valda- baráttu hópanna. Það hefur verið mikil sæmd fyrir konung að eiga til drápur um sig og sína hirð og vafalaust treyst hann í sessi. Á sama hátt eru gengin sem eiga bestu rapparanna dæmd til að verða vinsæl og öðlast þannig aukin völd á sínu umráðasvæði. Það sem verður hér til samanburðar við vrkingaöldina er fyrst og fremst s.k. „gangsta rap“ eða gengils-rapp, ef við skýrum það svo að sá sem tilheyrir gengi sé gengill „gangster“, en menn eru yfirleitt sammála um að Ice-T fari þar fremstur í flokki sem mótandi og höfuð þeirrar tónlistargrein- ar. I söguyfirliti yfir gengils-rappið má finna dæmi um menn sem lifa hratt og á ystu nöf eins og sannir víkingar. Bandarísk hliðstæða við orðið víkingur væri sennilega „original gangster" (OG), en svo nefnist sá sem vegið hefur annan mann. Árið 1995 lifir rapparinn Tupac Shakur af skotbardaga milli tveggja gengja og á meðan hann situr í fangelsi fyrir kynferðislega áreitni, kemur plata hans „Me against the World“ út, en hún sat 4 vikur á toppi bandaríska vinsældalistans. Árið 1996 var Tupac Shakur síðan skotin niður í Las Vegas og deyr viku síðar af sárum sínum (GMoney: 1996). Þessar erjur gengjanna minna um margt á ættar- deilur Islendingasagnanna, þar sem hvorki má falla blettur á sæmd manns eða ættar. Hið merkilega er að þessi gengi virðast eigast við af sömu ástæðum: „...The pride and the reputation of their hood the only issue at stake.“ (Lewis, Dene: 1995). Hér má til gamans geta að innan gengjanna virðist vináttan vera mjög mikilvæg líkt og hún var á víkingatímanum, Ice-T talar um „brothas in the hood“, og gengilsrapparamir Gravediggaz kalla sig „blood brothers" í samnefndu lagi og stefið í lag- inu er svo: fall, fall, falling together bloodbrothers falling together - gravediggaz (Gravediggaz: 1994). Þetta minnir óneitanlega á fóstbræðralagið sem víkingar sóru sig í og eru efalaust eðlileg viðbrögð gegn þeirri vá sem í lofti býr og kallar jafnvel á aukið sjálfsöryggi þegar kernur til bardaga, auk þess sem maður veit að einhver mun framfylgja sínum málum falli maður sviplega frá. Það eru diskótekararnir (DJ‘s) og þeirra gríðar- legu hljómtækjasamstæður „sound systems“ sem verða miðdeplar í samkomum gengjanna, s.k. „House parties“. House partýin, síðar block parties, verða n.k. menningarkjamar fyrir hvert svæði, þar sem gengin hnappast saman (sbr. Lewis, Dene: 1995). Hverju hljóðkerfi og hverju gengi til- heyra ákveðin rappskáld, dansarar og graffitilista- menn auk höfðingja sem selja ekki bara appelsínur, svo ekki sé meira sagt. Drifkrafturinn er peningar og það kallast á við silfrið og gullið sem víkingarnir börðust fyrir, Ice- T yrkir: Money controls the world and that’s it! And once you got it, then you can talk shit! (Power:1988). Ef við beinum sjónum okkar að víkingaöldinni hér í norðrinu greinum við sláandi samlíkingar. Sam- félagið er klofið í marga litla kjama (gengi), en þar í miðjunni er kóngurinn eða höfðinginn í stað diskótekarans og eiturlyfjahöfðingjans vestra. I kringum hann hnappast fólk sem á norrænu kallast drótt (hirð) og er skáldlegt afsprengi hennar drótt- kvæði. Hverjum kóngi tilheyrðu s.k. hirðskáld, 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.