Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 32
fyrir að skáldið hefði löngum verið fjarri fóstur-
jörðinni, enda sá nú fyrir endann á sjálfstæðis-
baráttunni sem lengi hafði litað allan kveðskap
þjóðarinnar og í einungis einu af 29 kvæðum kom
íslandssagan fyrir, þó ekki í söguljóði í anda
Stephans G. Stephanssonar og margra annarra,
heldur vísun, svo sært hjarta æskumanns gæti sýnt
hatrið sem brynni í mönnunum14. „Þótt mál
Stefáns væri íslenska með afbrigðum fögur og
hrein, þá lá allur ljóðstfll Saungvanna utan inn-
lendra takmarkana, hefðbundinna og þvældra,
hann var landvinningamaður, flutti heim með sér
nýa strauma, óvæntar hugmyndasamstæður,
framandi lagboða”15 segir Halldór Laxness, enda
var efni bókarinnar allt sótt í innra líf skáldsins og
náttúran, árstíðirnar og yfirleitt allt jarðbundið,
þjónaði eingöngu viðleitni þess til að draga fram
þær kenndir sem það vildi lýsa. En helsta nýjungin
í Söngvum förumannsins var samt sem áður ríg-
bundin jarðnesku lífi því hún fólst í því að skáldið
ræddi ástalíf sitt af meira hispursleysi en áður hafði
þekkst í hérlendri kvæðagerð og vegsamaði frjálsar
ástir í þokkabót. Svona lýsir norski fræðimaðurinn
Ivar Orgland, sem ritað hefur tvær bækur um
Stefán, þessari nýjung:
I Söngvum förumannsins hefjast frjálsar ásta-
lífslýsingar fyrst í íslenskum skáldskap. Uti í heimi
hafði heimsstyrjöldin fyrri svipt fólkið staðfestu, gert
það hvikult og eirðarlaust, en um leið skapað skáld-
skapnum svigrúm í djarfari orðum og hraðari æð-
aslætti. Stefán hafði að baki sér þá persónulegu
reynslu, sem skóp hina æstu lífsvímu í ljóðum hans.
Þessi lífsreynsla hafði endurskapað í bestu og
persónulegustu ljóðum hans það lífsviðhorf, sem
banhungraðir ljóðaunnendur þráðu innilegast.16
Eins og vænta má voru ekki allir hrifnir af
þessari nýjung, en væntanlega hefur fölskvalaus
einlægni skáldsins orðið þess valdandi að iítið fór
fyrir óánægjuröddum. Að auki var einhver
ævintýraljómi yfir Stefáni frá Hvítadal, enda hálf-
gildings förumaður „...nýkominn heim eftir
14 Kvæðið sem hér um ræðir nefnist Brennumenn og vísar í flótta Kára
Sölmundarsonar úr Njálsbrennu, hann fylgdi reyknum til að sleppa lífs
og hið sama gerir sá sem ljóðið fjallar um.
^ Halldór Laxness 1972, bls. 42.
^lvarOrgland 1990, bls. 117.
alllanga dvöl í framandi landi, fátækur og heilsu-
laus og þó enginn hversdagsmaður heldur höfðing-
legur í allri sinni fátækt, öruggur í framgöngu og
ágætlega til þess fallinn að verða persónuleg
fyrirmynd hinnar ungu, óþreyjufullu skálda-
kynslóðar sem fagnaði nýjum skáldum í draumóra-
kenndri hrifningu. Og næsta áratuginn kom út
fjöldi bóka sem báru með sér svipuð einkenni og
Söngvar förumannsins”.17 Hið geðþekka skáld
Tómas Guðmundsson, sem var 17 ára mennta-
skólanemi þegar Söngvar förumannsins komu út,
minnist þeirra nýju tíma sem bókin boðaði með
þessum orðum:
Söngvum förumannsins var [...] tekið tveim
höndum, jafnt af ritdómendum sem almenningi, og í
meðvitund þjóðarinnar var höfundur þeirra seztur
formálalaust á bekk með hennar öndvegisskáldum. Á
Alþingi hafði Bjarni frá Vogi forgöngu um að
tryggja hinu nýja ljóðskáldi nokkum rithöfundar-
styrk og tókst það, meira að segja í fyrstu atrennu.
Auðvitað var þessi fjárveiting naumari en svo, að
hún gæti komið að verulegum notum, en hún var þó
eftirtektarverður vitnisburður um þann óvenjulega
sigur, sem list Stefáns frá Hvítadal hafði unnið á
hinni íslenzku tregðu18
Það er raunar merkilegt hvað bókinni var vel tekið
með það í huga að þar er ekkert brotið til mergjar
sem hefur skírskotun út fyrir brjóst skáldsins. En
einmitt í því fólst galdurinn sem veitti honum
áheyrn hinnar ungu kynslóðar, þarna fann hún þær
tilfinningar sem hún annaðhvort átti eða þráði að
eiga.
Draumur og veruleiki
Draumur Stefáns um að verða frægt skáld rættist
rækilega með útkomu bókarinnar. Þar tókst honum
að stilla vonir æskunnar og vonbrigði saman á
nýjan og glæsilegan hátt í smekklega bundnum
búningi og gekk æskudraumnum á hönd, kynslóðin
„...sem hann var samferða, hugði æfintýrin og
drauminn höndlanleg, gerði sér dýrlegri vonir og
17 Erlendur Jónsson 1977, bls. 144.
18 Tómas Guðmundsson 1945, bls IX.
30