Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 43

Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 43
Þorbjprn gekk þá at með ójafnað sinn ok tók upp hvalinn allan. Fór Hávarður heim ok unði illa við sinn hlut. Þótti pllum mpnnum Þorbjprn enn hafa auðsýndan ójafnað sinn ok fullkominn ódrengskap. (300) Við þetta gerir Hávarður ekkert nema fara heim og una illa við sitt. Það sýnir reyndar bæði að Þor- björn er ekkert lamb að ieika sér við en einnig að Hávarði dettur ekki í hug að lyfta fingri gegn honum, væntanlega fyrir aidurs sakir. Það birtist enn betur þegar Hávarður vill flýja Þorbjöm með því að flytja bústað sinn. Það eru að vísu ekki orð Hávarðar heldur Olafs, sonar hans: ,,Lítit er mér urn at hafa þat í yfirbœtr at flýja fyrir Þorbirni, ..." (302) Ólafur fellur nú eftir hetjulega vörn og þegar Hávarður fréttir fall hans blæs hann við mjög og leggst í hið fyrsta sinn (308). Síðan er eins og sagt sé að það sé fyrst og fremst vegna Hávarðar að engin eftirmál verði vegna Ólafs: Fór nú svá fram þau misseri, ok er kyrrt allt. Verðr ekki eptirmál um Óláf; þótti mgnnum ok ekki líkligt, at nokkur rétting myndi frændum hans koma, því at Hávarðr þótti þá til einskis fœrr,... (308) Þama er notuð skýringartengingin því at, sem merkir þá að málið verði ekki sótt, fyrst og fremst vegna þess að Hávarður er til einskis fær. Lýsingin á Hávarði sem gömlurn karli og gagnslausum tekur á sig nýja mynd þegar Þorbjörn býður honum smánarlegar sonarbætur: „... Er hér hestr fyrir ofan garð, er þeir sveinamir kalla Dptt; hann er grár at lit, afgamall ok baksárr, ok hefir jafnan legit afvelta hingat til, en nú hefir hann verit á moðum nokkura daga, ok ætla ek hann batnat hafa; far þú heim með hestinn, ef þú vill, ok eig.“ (309)17 Þetta tilboð Þorbjarnar felur í raun í sér tvennt. I fyrsta lagi er þetta auðvitað hin mesta móðgun og ástæða til athafna fyrir slíkt eitt. I öðru lagi má líta á þennan hest sem einhverskona samsvörun við 17 Oftsinnis hefur verið bent á líkindi þessara lýsingar við „lambið grá“; tilboð Víga-Styrs til Gests í Heiðarvíga ögu, nema hér er sá umsnúningur sem að mörgu leyti einkennir söguna. Gestur er ungur og er boðið lamb, en Hávarður er gamall og er boðinn gamall hestur. Hávarð og þá um leið eykst mjög háð Þorbjamar með þessu tilboði. Báðir eru hesturinn og Hávarður gamlir, báðir hafa legið18 og síðast en ekki síst þá er hesturinn baksár. I sögunni er oft sagt að Hávarður hafi gengið boginn t.d. þegar hann fer frá Þorbimi eftir þetta skammarlega tilboð: „En hann gekk ofan til báts síns ok fór allbjúgr, ...“ (309) Bjúgr merkir boginn og tengist því óhjákvæmilega því að vera baksár (sbr. Fritzner. 1883-1896: 147). Á þinginu koma fram lýsingar á Hávarði sem sýna hann slappan. Orð Steinþórs þegar hann kemur til hans í búðina: „Ertu lítt við kominn, gamall ok til einskis fœrr.“ (311) og samtal þeirra Hávarðar: „Hví fórtu hingat, þar sem þú liggr hér sem arftpkukarl eða ófœrr maðr?“ Hávarðr svarar: „Hitt hafða ek ætlat at leita bóta bóta eptir Óláf, son minn, en ek em ófúss til mjpk; er Þorbjgrn ósparr til illyrða ok ódrengskapar." (311) Eitt og annað má tína til um Hávarð gamlan og slappan en ég hygg þetta duga til að sýna að höfundur hefur ætlað áheyrendum19 að sjá hversu veikburða Hávarður er og hversu illa gengur að fá hann til aðgerða eftir mikinn ójöfnuð frá hendi Þorbjamar og loks sonarmissinn. 2.1.1 Þrátt fyrir lýsingar á veikburða Hávarði, er samt eitt og annað í lýsingu hans sem gefur góð fyrirheit um að hann muni á endanum grípa til aðgerða. Þegar í upphafslýsingu hans er sagt að hann geti verið til stórræða: Hann hafði verit víkingr mikill inn fyrri hluta ævi sinnar ok inn mesti kappi, ok í einhverjum bardaga hafði hann orðit sárr mjpk ok fengit eitt sár undir knéskelina, ok þaðan af gekk hann jafnan haltr síðan. (292)20 18 Sbr. legur Hávarðar í þrjú misseri 19 Skv. Hermanni Pálssyni (1962: 14-25) mun það vera ný tíska að lesa í hljóði og hafa sögur yfirleitt verið lesnar upphátt á liðnum öldum. 20 Það mætti segja að hér væri e.t.v. um skop að ræða þegar sagt er að hann hafi fengið sár undir knéskelina í einhverjum bardaga en ég tel að svo sé ekki. Hér er verið að lýsa því að Hávarður hafi eitt sinn verið kappi og í orðið mjög sár og eitt af þeim sárum sem hann hlaut hafi verið undir hnéskelina og útskýrir þannig hversvegna hann er haltur. Sbr. það sem segir í inngangi um Hávarðar sögu og Landnámu. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.