Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 63
Eins og ég gat um áður er þó stigsmunur á
rytmískum kveðskap víkinganna og rappinu.
Rytminn er í orðunum sjálfum í dróttkvæðum enda
trommur sjaldséðar þá, og kveðandinn hægari en í
Ameríkurappinu. Þar er orðaflaumurinn stríðari og
rytminn fyrir utan orðin, enda ekki eins dýrt
kveðið. Eg sé fyrir mér að hinn harði rapprytmi
dróttkvæðakveðskaparins hafi mildast með komu
kristninnar og leifar af honum sé að finna í vissum
fornum rímnastemmum sem varðveist hafa og
hlýða má á bæði á Amastofnun eða í Lagboðasafni
kvæðamannafélagsins Iðunnar. Jafnvel mætti finna
spor eftir dróttkvæðakveðskap í gömlum rytmísk-
um þjóðlögum eins og Hani, krummi, hundur, svín,
o.fl.
En hví er þessi harði rytmi og rímelja aðall skáld-
skaparins á víkingaöld og á strætum Harlem?
Svarið felst m.a. í því að mannlífið sem hann
sprettur úr einkennist af karlmennsku. Karlmann-
leg einkenni, harka og digurbarkaleg kveðandi
drottna yfir hinni kvenlegu, lýrísku mýkt. Þama
ríkir hnefarétturinn, sá sem vill vera gildur í sam-
félaginu verður að sýna hörku:
You’re just a number, another piece of tough meat.
Killers and robbers are all you greet,
Act soft you will get beat! (Power.1988).
Hreystin, víman og hugrekkið sitja að borðum en
konan vappar um á bakvið í hlutverki gengil-
beinunnar líkt og valkyrjurnar í Valhöll. Skáld-
skapurinn, líkt og hjá víkingunum, er mönnunum
brynja gagnvart hörkunni, óttanum. Sú brynja er
steypt úr hörðum rytma og hert í eldi rímsins.
Skýrasta dæmið um þessa hugsun er stefið hans
Ice-T , þar sem hann segir að enginn muni nokkru
sinni drepa hann vegna þess hvemig hann rímar
(sjá ofar).
En seint verður tungan tamin eins og segir í
Hómilíunni og það er einmitt fyrir tilstilli hennar
sem hægt er að ræna menn karlmennsku sinni; þar
með er sjálfsímynd þeirra ógnað, þeirra mannorð í
hættu. Þetta er einfaldlega gert með því að líkja
manni við konu í lausu eða bundnu máli; níða
hann. Slík ásökun um ergi er n.k. tabú meðal
norrænna víkinga. Til að mynda hjó fyrsti kristni-
boðinn, Þorvaldur víðförli, tvo menn til bana á
Alþingi fyrir að hafa búið til níðvísu um hann og
Friðrik biskup. Þar kom fram að Þorvaldur ætti níu
börn með biskupi.
Konunni eru viss takmörk sett, hún á að vera
beygð undir vald karlmannsins og verður að gæta
þess að skerða ekki tign hans. Þessi einkenni má
finna í drápunni ,,6’n the mornin'" á plötunni
„Rhyme pays“. Þar segir Ice-T frá konu einni sem
byrjar að „láta heimskulega“ og hefur ósæmilegt
orðbragð í frammi gagnvart þeim sem er ekki til að
hafa eftir hér. Þar líkir hún þeim röppurunum við
„kvenlega ræfla“, svo að hegning frá höndum karl-
mennskunnar verður ekki umílúinn:
So we beat the bitch down in the god
damn street.
Þetta sýnir kannski hvað best það vægðarleysi sem
einkennir heimkynni rappsins. Heimur Ice-T líkt
og heimur Egils er „machismo-extreme", hinir
veikari mega sín einskis.
Það ber að ítreka að hér hefur s.k. gengilsrapp
verið til umfjöllunar. Allt rapp verður ekki sett
undir þennan hatt. Rappið er einnig að verða gæða-
legri tónlist eftir því sem menn geta lifað af því
sem tónlistarmenn en um leið og það verður vin-
sælt virðist bæði tónninn og rytminn mildast. Nú
orðið eru jafnvel til múslimskir rapparar sem boða
fagrar kenningar í textum sínum og líkt og Nguyen
Ha bendir á er rappið aðalformið fyrir uppfræðslu
barna og unglinga í úthverfum stórborganna á því
hver þau sjálf eru, sögu þeirra og takmarki hvað
varðar mannréttindi (Nguyen Ha: 1996). Rappið er
nú orðið alþjóðlegt fyrirbæri og það er jafnvel
orðið sameiningartákn fyrir hinar ólíku þjóðir
heims. Einn vinsælasti DJ þar vestra, AFRIKA,
segir í viðtali: „I have been blessed by the creator
to travel the Earth and witness hiphop worldwide
from people in Greece, Germany, South Africa,
Morocco, England, France, Croatia, the West
Indies, Latin America - all over the Earth -
speaking in their own native tounges and funkin’ it
up on the turntables and spreading that hiphop love
from country to country, land to land, continent to
continent." (AFRIKA: 1996).
Hliðstæðumar með hinurn norrænu víkingum og
röppurunum í gengjum Harlem og Bronx eru sláandi
og reyndar mun lleiri en slíkur smápistill getur borið.
61